Bloggfærslur mánaðarins, maí 2010

Opnun Hítarvatns 29.maí - Dagur 12 í veiði

Fór með unglingana í opnun Hítarvatns á Mýrum í Borgarfirði. Hilmar, Bubbi og Soffía höfðu gaman að (segja þau) og við tjölduðum uppfrá í blíðskaparveðri. Hilmar hafði reyndar mestan áhuga á að fá að keyra jeppann, enda í ökunámi og var það að lokum samþykkt og fékk hann að keyra niður að afleggjara á leiðinni heim.

Það var mjög rólegt yfir fiskinum í þessari opnun, veiddi einn um nóttina, ágætan 2ja punda urriða en svo ekkert nema putta daginn eftir. Sleppti öllum nema einum sem skaddaðist aðeins of mikið.

Það er rosalega fallegt í Hítardalnum á leiðinni upp að vatni og umhverfið er ægifagur og stórbrotið. Mikið hraun í dalnum og líklega sandsteinn í fjöllunum. Það er dálítill Mars bragur af þessu þarna, eyðimörk, sandur og hraun og litirnir skemmtilegir. Það væri örugglega gaman að mála landslagsmynd þarna uppfrá.

 


Vatnasvæði Lýsu - Dagur 11

Brunuðum eftir vinnu norður á Snæfellsnesið, kom í ljós að Danni hafði gleymt veiðihnífnum sínum

cimg0729.jpg

þar sem við tókum bleikjurnar á mánudaginn. Þetta var tilvalin afsökun til að heimsækja hylinn aftur. En þvílík vonbrigði, engar bleikjur, horfnar eins og dögg fyrir sólu. En við fundum hnífinn :)

Fórum því í árnar sem liggja milli vatnana og lékum okkur að minni fiskum, fékk reyndar einn ágætan sem slapp þegar hann náði að festa tauminn í bakkanum en ég hefði hvort eð er leyft honum að fara.

Það var alveg brjálað rok þegar líða tók á kvöldið, ekki séns að veiða lengur en til 9, svekkjandi að keyra 200km og svo er brjálað rok.

 

 

 Bilbó horfir á eiganda sinn vökulum augum.

En allavega, veiða-sleppaði um 15-20 puttum, eins og sést á þessu myndbandi hér!


Vatnasvæði Lýsu og Hraunsfjörður - Dagur 9 og 10.

Fórum félagarnir Danni og Raggi á Snæfellsnesið á sunnudag. Tókum tjaldið og góða skapið ásamt nýjum veiðifélaga, labradornum Bósa.

Við tókum stefnuna á Hraunsfjörð með þá von í brjósti að bleikjan væri í tökustuði og það var hún svo sannarlega á mýið, en ekki flugurnar okkar. Það var gríðarlega mikil fluga í firðinum og tökur alls staðar en mjög erfitt að setja í fisk. Prófuðum allt frá nobblerum yfir í pínulitlar svartar þurrflugur. 

Danni náði tveimur á Mobuto en svo ekki söguna meir. Ég reyndar veiddi eina flundru sem tók peacock og svo náði ég einni ágætri bleikju sem sleit!

cimg0720.jpg

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Danni og Bósi í Hraunsfirðinum.

Síðan var tjaldað og það var auðvitað vesen á Ragga, hann gleymdi svefnpokanum sínum og endaði á að sofa í bílnum :)

Morguninn eftir var sama sagan, bleikjan var þarna en tók ekkert. Þá ákváðum við að keyra vestur fyrir nesið, yfir Fróðarheiði og kíkja á vatnasvæði Lýsu.

Í stuttu máli fann Danni bleikjur í Reyðarvatni og við náðum ca 6 mjög vænum á um 2-3 tímum. Ég náði 4 en Raggi var alveg ótrúlega óheppinn, þær bara vildu ekki taka hjá honum.

Eftir það var lagt af stað heim og við komnir í bæinn um 19.30. Frábærlega skemmtilegur túr.

Smá youtube myndband hérna, passið ykkur að lækka í hátölurunum.

cimg0728.jpg

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Bleikjurnar sjást ekki vel á myndinni en þetta voru mjög flottar bleikjur, örugglega um 2,5 pund meðalþyngdin.


Veiðifélagarnir kynntir til leiks

Eins og flestir vita þá er veiði eins og annað ekki síst félagsskapurinn. Það skiptir miklu máli með hverjum maður fjárfestir tímanum. Góðir "veiði"-félagar eru það sem skilur á milli oft á tíðum.

Mikilvægt er því að kynna til leiks þá sem ég veiði með:

Bilbó

bilbo.jpg

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Bilbó er 11 ára gamall Labrador í eigu Danna. Bilbó hefur mestan áhuga á veiði af þeim sem hér eru taldir upp. Fæddur á Patreksfirði.

Daníel "Danni" Símon Galvez

 cimg0366.jpg

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Danni er piparsveinn sem býr í Garðinum, alinn upp á Patreksfirði.

 

Ragnar "Raggi" Axel Gunnarsson

 cimg0335_993034.jpg

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Raggi er þekktur fyrir ákveðinn og snar handtök í veiðinni. Alinn upp á Patreksfirði.

 

Rúnar "Rafvirkinn" Héðinn Bollason

 cimg0349.jpg

 

 

 

 

 

 

 

 

Rafvirkinn hefur litla trú á fluguveiði, hans uppáhalds veiðiaðferðir eru reknet og steramaðkar.Alinn upp á Patreksfirði.

Gísli "Sjómaðurinn" Snæbjörnsson

 cimg0196.jpg

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Sjómaðurinn er óumdeilanlega sá sem veiðir mest af þeim sem ég þekki, enda sjómaður á frystitogara. Gísli er að sjálfsögðu Patreksfirðingur.

Á góðri stundu í vel heppnuðum veiðitúr á Arnarvatnsheiði.

cimg0172_993039.jpg

 

 

 

 

 

 

 

 

 Dísarbúð við Arnarvatn stóra.


Kleifarvatn - Dagur 8 1/2

Skrapp með Bubba, Danna og Gumma í Kleifarvatn milli 21.30 og 00.30. Þetta telst því ekki veiðidagur, bara 3 tímar.

Við vorum að prófa theoríu um hvort bleikjan gengur á ákveðnum stað á ákveðnum tíma og sú kenning reyndist byggð á brauðfótum því við fengum ekki eitt högg, né heldur sáum við aðra veiðimenn vera að veiða nokkur. Það var sami leiðinlegi vindurinn og hefur verið viðloðandi veiðiferðir mínar þetta vorið og einhver rigning var líka. 

En samt ágætis útivist.


Syðri-Brú og milli virkjana - Dagur 8

Fór með Danna og Bilbó í Sogið. Fengum leyfi frá Steinari á Syðri-Brú til að reyna við lónið milli virkjana og svo sjálfan veiðistaðinn Syðri-Brú sem er efsti laxgengi veiðistaðurinn í Soginu. Mér er afskaplega hlýtt til Syðri-Brúar, því það byrjaði fluguveiðiferill minn. Þar fékk ég fyrsta fiskinn á fluguveiðistöng og það var einnig Maríulaxinn minn.

Við Raggi hittum Steingrím við veiðar þarna síðasta laugardag og hann fékk ágætan afla en við náðum ekki að leika það eftir.

Syðri-Brú

Það var mikill blástur og sunnanátt og alveg vonlaust að kasta flugu í lóninu en nokkuð skaplegt í ánni. Við sáum eina bleikju en ekkert tók.

Ég hlakka til að fara þarna aftur í betra veðri og svo á ég auðvitað laxveiðileyfi þarna í byrjun ágúst :)

Steingrímur með bleikju og urriða.


Þingvellir, Úlfljótsvatn og Sogið - Dagur 7

Fór með Ragga félaga á Þingvelli og var markmiðið að veiða eitthvað! :) En það gekk ekki eftir í stuttu máli. Veðrið var leiðinlegt, töluvert mikill vindur og sól. Eftir að hafa prófað nokkra staði í landi Þjóðgarðsins var ákveðið að halda niður að Úlfljótsvatni og athuga með aðstæður þar.

Þingvellir

Við hittum marga veiðimenn en allstaðar var sama sagan, ekki nart. Það þarf því líklega að bíða í viku til viðbótar áður en bleikjan fer að láta sjá sig þarna.

Við tókum hringinn niður í Þrastalund og Hveragerði á leiðinni til baka. Vel sást til gossins fyrir austan fjall og tilkomumikið að sjá gjóskuskýið sem stefndi suðvestur.

Á leiðinni til baka hittum við á hann Steingrím sem var að veiða við Syðri-Brú. Syðri-Brú er einn af uppáhalds veiðistöðunum mínum og þar fékk ég maríulaxinn minn sælla minninga. Ætlaði að vísa í grein sem ég skrifaði um það á vef SVFR en allar greinar eru horfnar eftir að síðan var uppfærð. Ég þarf því að finna þetta í gögnunum mínum og pósta hér seinna.

Syðri-BrúSteingrímur hafði tekið einn urriða og eina bleikju ásamt því að hafa misst eitt kvikyndi til viðbótar, fallegir fiskar.


Bleikjurnar stríðnar í Hraunsfirðinum - Dagur 6

Við félagarnir Raggi og Danni skutumst eftir hádegi á Snæfellsnesið, nánar tiltekið í Hraunsfjörðinn. Það var bölvað rok yfir daginn en bleikjurnar tóku þó öðru hvoru en afar grannt.

gg_hraunsfj_8_mai_2010.jpg

 Fyrir hverja bleikju sem ég landaði voru amk. 2-3 högg. Ég lenti í alveg fáránlegu atriði við grjótgarðinn. Ég var að veiða með tökuvara og ákvað að nota tækifærið og pissa þar sem ekkert hafði hreyfst í yfir klukkutíma. Ég set frá mér stöngina og er eitthvað að vesenast með vöðlurnar þegar ég sé að stöngin hreyfist. Ég lít niður og tökuvarinn er kominn á bólakaf, ég gríp stöngina en of seint. Ég bölva hressilega og strákarnir hlæja að þessu. Nema hvað, nú var mér orðið doldið mál og ákveð að gera aðra tilraun og stöngin er varla komin milli steinanna þegar tökuvarinn fer aftur á bólakaf. Í þetta skipti brást ég heldur fljótar við og náði að setja krókinn en eftir stutta baráttu losnar bleikjan. Þetta fannst félögunum voða fyndið.

Hér fyrir neðan má sjá heimamenn frá Grundarfirði ganga frá eftir veiðidaginn.

 gg_hraunsfj_8_mai_2010_2.jpgVið veiddum til að verða miðnættis og það var hellings líf í vatningu. Það datt í dúnalogn um 11 leytið og þá sáust tökur um allt, sérstaklega á tanganum á móti grjótgarðinum, þar ætla ég að prófa næst. Þetta er fínt svæði og örugglega gaman að tjalda í góðu sumarveðri.

Þá er dagur 6 að kveldi kominn og bara 44 dagar eftir.

 

 

cimg0645.jpg


Elliðaár - Vorveiði - Dagur 5

Jæja, dagur 5 í veiði er búinn. Við Bubbi fórum í Elliðaárnar, nánar tiltekið í Höfðahyl og Ármótin þar sem Bugða rennur í Elliðaárnar, rétt fyrir neðan göngubrúnna. Þar var fullt af urriða en þeir voru fælnir og vildu ekki bíta í pöddurnar sem við lögðum fyrir þá. Höfðahylur-hólmiÞað var búið að fara yfir allt svæðið með straumflugum þegar við mættum kl. 7.40 og því komum við ekki að svæðinu hvíldu eftir nóttina, ég var frekar svekktur með það, því áin er vatnslítil og veður mjög  gott og vindur lítill. Við byrjuðum á að fara niðureftir og hitta veiðivörðinn og spyrja frétta og fórum svo uppeftir. Ég hélt það væri hefðin þegar menn skipta með sér veiðisvæði. En svona er nú lífið og maður getur ekki alltaf átt von á bestu aðstæðum og þá er bara að njóta þess að vera til og það var auðvelt í morgun.

Mikið er frábært að hafa svæði eins og Elliðavatn og Elliðaárnar aðgengilegt fyrir veiðimenn hér á höfuðborgarsvæðinu. Það eru forréttindi að vera fluguveiðimaður á Íslandi.

Vídeóbloggið er hér!


Elliðavatn 1.maí - Dagur 4

Jæja, þá er maður byrjaður að þramma Elliðavatnið þetta sumarið. Fór á Engjarnar og þaðan út í vatnið og tók hring fyrir framan Elliðabæinn. Doldið rok og kalt, en allavega fraus ekki í stönginni þetta skiptið :) Veiddi frá ca 12 - 16.

Scimg0616.jpgá nokkra fallega fiska hjá manni sem var að fara, fékk eitt nart en náði engu. Það var slatti af fólki að veiða en ég sá engan setja í fisk meðan ég var þar. Það var engin eiginleg stemning yfir deginum, allavega ekki við Elliðavatn, kannski á Þingvöllum þó.

Aprílopnunin hefur breytt þessi ansi mikið, ég er eiginlega ekki alveg viss um hvort það var skynsamlegt .. svona ef stemningin er tekin með í reikninginn.

En það er alveg meiriháttar flott að geta skotist í veiði á jafn fallegan stað og Elliðavatnið er, sérstaklega þegar fer að hitna meira. Sumarkortið er selt á 9400 fyrir þá sem eru í SVFR, þetta er heldur í dýrara kantinum ef maður ber það saman við Veiðikortið sem er 6000 fyrir 30+ vötn. En svona er þetta og Orkuveitan hefur ekki gefið mér tækifæri til að rökræða þetta við þá :)

Svo fer ég í fyrramálið að veiða urriða í Elliðaá, og það hef ég ekki prófað áður. Veit reyndar ekki hvar ég fæ kort yfir veiðistaðina heldur, þarf að scouta Netið í kvöld. Byrja kl 7 í fyrramálið.


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband