Elliðaár - Vorveiði - Dagur 5

Jæja, dagur 5 í veiði er búinn. Við Bubbi fórum í Elliðaárnar, nánar tiltekið í Höfðahyl og Ármótin þar sem Bugða rennur í Elliðaárnar, rétt fyrir neðan göngubrúnna. Þar var fullt af urriða en þeir voru fælnir og vildu ekki bíta í pöddurnar sem við lögðum fyrir þá. Höfðahylur-hólmiÞað var búið að fara yfir allt svæðið með straumflugum þegar við mættum kl. 7.40 og því komum við ekki að svæðinu hvíldu eftir nóttina, ég var frekar svekktur með það, því áin er vatnslítil og veður mjög  gott og vindur lítill. Við byrjuðum á að fara niðureftir og hitta veiðivörðinn og spyrja frétta og fórum svo uppeftir. Ég hélt það væri hefðin þegar menn skipta með sér veiðisvæði. En svona er nú lífið og maður getur ekki alltaf átt von á bestu aðstæðum og þá er bara að njóta þess að vera til og það var auðvelt í morgun.

Mikið er frábært að hafa svæði eins og Elliðavatn og Elliðaárnar aðgengilegt fyrir veiðimenn hér á höfuðborgarsvæðinu. Það eru forréttindi að vera fluguveiðimaður á Íslandi.

Vídeóbloggið er hér!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Frábært að vera með videó-upptökur líka!

Rannveig haraldsdóttir (IP-tala skráð) 2.5.2010 kl. 20:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband