Bloggfærslur mánaðarins, maí 2014

Ódýrir tökuvarar

Tökuvarar eru misjafnir en af hverju ekki að gera sína eigin? Við hnýtum jú flugur. Tökuvarar eru tiltölulega einfaldir í gerð, tekur kannski um 2 mínútur.

Hér er stutt myndband sem sýnir hvernig ég geri mína tökuvara. Þú þarft O hringi sem hægt er að fá í járnvöruverslunum, á véla- og bifreiðaverkstæðum og víða annar staðar. Síðan ull, helst skæra liti og áberandi. Töng með löngum mjóum kjafti, þræðara úr fluguhnýtingum, nú eða nál með auga, gerir sama gagn. Tvinna, skiptir ekki öllu máli hvaða, bara að hann sé nokkuð sterkur og að lokum skæri.

Útgáfa 1 

 

Útgáfa 2

 


Sauðlauksdalsvatn í svaka fjöri

það vantaði ekki fiskinn í Sauðlauksdalsvatnið þegar ég var þar við veiðar í gær, sunnudaginn 18. maí.

20 fiskar á fjórum tímum, 16 urriðar og 4 sjóbleikjur. Töluverður vindur var og tók ég flesta fiskana á nokkurra metra kafla. Það myndaðist strengur með oddanum sem sést á myndinni hér fyrir neðan og rákir af froðu. Silungurinn var mikið í froðunni og mikil læti í honum.

19-5-2014_14-41-41.jpgKrakkarnir voru í essinu sínu á þessu svæði enda hentar það mjög vel fyrir fjölskyldur. Nóg af hvítum sandi og stöðum til að kanna. Vatnið er aðgrunnt og því þarf maður litlar áhyggjur að hafa.

Ég tók flesta fiskana á Peacock #14. Einfaldan og með svörtum hálsi og kúluhaus. Sú fluga virðist heilla silung nánast hvar sem er.

19-5-2014_14-44-00.jpg Ég skellti saman myndbandi og tónlistin er eftir hann pabba, Gústaf Gústafsson eldri og heitir lagið Þjóðvegur 60.

saud3.jpg


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband