Bloggfærslur mánaðarins, september 2012

Veiðiþjófar takið eftir!

no_fishing3.jpgVeiðiþjófur sem dæmdur var 2007 fyrir að veiða urriða utan tímabils komst fyrir vikið á lista grunaðra hryðjuverkamanna í Norður-Karólínu í Bandaríkjunum. Þetta eru að margra mati heldur öfgafengin viðbrögð en sýnir að það er margt að varast ef maður getur ekki farið erftir reglunum. Hann fékk einnig 145$ sekt. Sjá: http://www.sfgate.com/news/article/North-Carolina-man-I-m-activist-not-terrorist-3839879.php#ixzz25kDqxJD4

Listinn er reyndar dálítið stór en alls eru um 400.000 nöfn á honum. Það má því segja að meira en einn af hverjum þúsund séu grunaðir hryðjuverkamenn. Það er því ljóst að fleiri en veiðiþjófar hafa komist á þann lista... Wink


Norðurá II - Dagar 19 - 21

Þá lá leið í Norðurá II, eða fjallið. Norðurá II er frá Símastreng sem er rétt norðan við afleggjarann til Búðardals(ca 10 km norðan við Bifröst) og upp að Fornahvammi. Veiðikofinn, kallaður Skógarnef, er alveg ágætur, í fallegu rjóðri með útsýni yfir efri hluta Borgarfjarðar og m.a. Símastrenginn. Veiðikofinn er rétt norðan við bæinn Hvamm, eða næsta beygja til vinstri.

Svæðið er í sölu hjá SVFR og má finna veiðileyfi hér: http://svfr.is/veidileyfi/ og lýsingu á svæðinu hér:http://svfr.is/veidisvaedi/laxveidi/norduraiinordura/

Ekki myndi heitur pottur skaða en það er varla hægt að kvarta þar sem þetta er ákaflega notalegur staður. Norðurá II hentar þeim sem vilja veiða í Norðurá en vera út af fyrir sig, ákaflega vel. Það er nóg af laxi á fjallinu og nokkrir stórskemmtilegir veiðistaðir. Það verður samt að segjast að ég hef verið ákaflega óheppinn með veður undanfarna daga enda sól og blíða mestan hluta tímans. Frúin, sem var með í för í þetta skiptið var hins vegar ákaflega glöð og slétt saman þó fiskleysið væri að hrjá mig, enda með meiri sóldýrkendum sem ég hef kynnst.

Lax í SímastrengÞað mátti finna laxa á öllum helstu veiðistöðum, sérstaklega ber þó að nefna Klapparhyl, Króksfoss og króksstrengi og Símastreng. En þessir fiskar hreyfðu sig ekki sama hvað á gekk. Þeir hreinsuðu sig þó öðru hvort og einu sinni kom einn í SRS hjá mér. Að öðru leyti var ekkert að frétta. Það komu 3 laxar á þessar 3 stangir þessa þrjá daga. Þeir laxar komu allir að ég held á efstu veiðistöðunum og eitthvað í ómerktum hyljum.

það er svo magnað að þegar ég var að veiða Símastreng þá komst ég að því hversu fast þessir fiskar liggja og gat ég strokið einum þeirra um bakið án þess að hann færi, alveg ótrúlegt en satt. Ég tók nokkrar myndir á vídeócameruna og þá skipti engu máli þó ég væri að þvælast þetta í kringum fiskinn, honum var alveg slétt sama. En svona er þetta, stundum gengur allt upp og stundum er betra að leggja áherslu á grillið, sólina og góða skapið Wink


Laxá í Dölum - Dagar 17 og 18

Vá hvað þetta er skemmtileg á! Laxá í Dölum minnir mig að ákveðnu leyti á Langá og svo skaðar ekki náttúran í kring. Það er verst að ég var þarna líklega í einhverri lélegustu veiði í manna minnum og allt á móti mér. Sól, vatnsleysi, lélegar göngur.... það vantaði bara nokkra seli í ósinn Crying

Brúin yfir Laxá í DölumÞað var allt fullt af fiski í ánni en þeir voru ekki að taka hjá mér. Ég prófaði allt milli himins og jarðar sem löglegt er að festa við fluguveiðistöng en þessir hálfvitar hunsuðu allar mínar tilraunir. Ég hef í mörg ár horft til Laxár í Dölum enda á ég ansi oft leið um Búðardal og Laxárdalsheiði og því sorglegt að staðan skyldi vera svona loksins þegar mér gefst tækifæri til að veiða ána. 

En ég er viss um að það gefst annað tækifæri og þá verða bullandi göngur, skýjað og létt hafgola! Það er ekki nokkur spurning.Setti saman smá myndband að venju, takið eftir gárunum sem fara upp á móti í logninu á veiðistað 24, þarna voru nokkrir flottir að synda fram og til baka og svo í Þegjanda, þar synti hann næstum á lappirnar á mér.

Laxá í Dölum olli mér ekki vonbrigðum þó ég væri þarna á erfiðum tíma, hlakka til að heimsækja hana aftur.


Bjórþykkni - Snilldaruppgötvun

Kaldur bjór við árbakkann!Já það er ekki oft sem maður verður orðlaus en það gerðist í skamma stund í dag þegar ég rakst á þessi snilldaruppfinningu sem kemur markað vestanhafs í byrjun næsta árs; bjórlíki. Sjá: http://patsbcb.com/beer/43-beer/85-beer.html

Bjór er 95% vatn og ef maður vill ekki standa í því að bera þungan bjór langar vegalengdir þá er þetta alger snilld! Kalt vatn úr ánni + bjórþykkni = Snilld.

Nú þarf bara einhvern til að flytja þetta inn :)

 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband