Bloggfærslur mánaðarins, desember 2013

Stangveiðar á Íslandi og Íslensk Vatnabók - 5/5 stjörnur

Stangveiðar á Íslandi og Íslensk VatnabókBókmenntaverkið Stangveiðar á Íslandi og Íslensk Vatnabók eftir Sölva Björn Sigurðsson er vel unnið og afskaplega skemmtilegt. Ég hreinlega verð að viðurkenna það. Án þess að vilja taka of sterkt til orða held ég jafnvel að þetta sé bara hreinlega alger snilld.

Bækurnar tvær koma saman í pakka og fjalla í raun um allt er tengist fiskiveiði í ferskvatni á Íslandi, fyrr og síðar. Gaman er að lesa um þróun veiðiaðferða, veiðimennina og veiðistaðina og rithöfundurinn fer skemmtilega með efnið. Það er auðvelt að lesa skrif Sölva og hugleiðingar hans tvinnast saman við efnisvalið. 

Margir leggja verkinu lið og er það ekki síst áhugavert að lesa hugleiðingar veiðimanna, það víkkar verkið töluvert og mun sjálfsagt virka sem skemmtileg heimild þegar fram líður.

Mikið svakalega erum við íslenskir veiðimenn heppnir að hafa svona viljuga penna með náðargáfu.

Hlekkur á vef Forlagsins

5 stjörnur af 5 mögulegum.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband