Syðri-Brú og milli virkjana - Dagur 8

Fór með Danna og Bilbó í Sogið. Fengum leyfi frá Steinari á Syðri-Brú til að reyna við lónið milli virkjana og svo sjálfan veiðistaðinn Syðri-Brú sem er efsti laxgengi veiðistaðurinn í Soginu. Mér er afskaplega hlýtt til Syðri-Brúar, því það byrjaði fluguveiðiferill minn. Þar fékk ég fyrsta fiskinn á fluguveiðistöng og það var einnig Maríulaxinn minn.

Við Raggi hittum Steingrím við veiðar þarna síðasta laugardag og hann fékk ágætan afla en við náðum ekki að leika það eftir.

Syðri-Brú

Það var mikill blástur og sunnanátt og alveg vonlaust að kasta flugu í lóninu en nokkuð skaplegt í ánni. Við sáum eina bleikju en ekkert tók.

Ég hlakka til að fara þarna aftur í betra veðri og svo á ég auðvitað laxveiðileyfi þarna í byrjun ágúst :)

Steingrímur með bleikju og urriða.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er magnaður staður.

Þú sendir mér línu á steini@endor.is ef þig vantar að spá og spekulera :) eða bara slærð á þráðinn ef þú ert enn með númerið.

kv, Steini

Steingrímur (IP-tala skráð) 28.5.2010 kl. 01:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband