Suðurfossá - Rauðasandi - Dagur 42
17.8.2010 | 09:42
Hef verið að þvælast um Vestfirði undanfarið og það er margt fallegt og skemmtilegt. Nú lá leið mín yfir á Rauðasand og heimsótti ég fyrrum skólafélaga og núverandi bónda, hann Ástþór Skúlason á Melanesi. Ástþór er líka einn af eigendum Suðurfossár, sem er laxveiðiá og eftir samninga um verð var haldið til veiða. Ástþór sýndi mér líklega hyli og leyfði mér að taka við sig viðtal fyrir flugur.is sem er á þessum hlekk hér: http://www.flugur.is
Það gekk vel að veiða og fékk ég þrjá fallega laxa, 61, 67 og 69 sm. Ég var mjög ánægður með veiðina og ákvað að hætta um hádegisbilið, en tel þetta samt fullan veiðidag af því það var svo skemmtilegt :)
En mikið er fallegt á Rauðasandi, þetta er alveg magnaður staður og forréttindi að fá að egna fyrir laxi í svona umhverfi.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sauðlauksdalur í Patreksfirði - Dagur 40 og 41
16.8.2010 | 21:53
Skrapp í heimsókn á suðurfirðina um helgina og krassaði hjá pabba og mömmu. Auðvitað var það skylduheimsókn að kíkja í Sauðlauksdalinn og athuga hvernig bleikjubúskapurinn stendur.
Það verður nú að segjast að vegirnir eru all svakalegir á köflum, bæði á leiðinni að norðan og eins þegar komið er vestamegin í Patreksfjörð en ef rólega er farið sleppur þetta svosem :)
Í stuttu máli þá var bleikjan frekar róleg yfir helgina, fékk 7 tökur, missti 2 og sleppti 2.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Vatnadalsá/Staðará á Súganda - Dagur 39
12.8.2010 | 11:43
Skrapp í gegnum Göngin til Súganda og fékk að veiða í Vatnadalsá/Staðará, hjá honum Kalla á Bæ. Áin er lítil og nett, vægast sagt. Þetta er hreinlega ein nettasta á sem ég hef reynt við lax í. En hún kom mér á óvart og viti menn, eftir hálftíma var kominn lax. Ég veiddi bara lítinn hluta árinnar enda tíminn knappur, það væri mjög gaman að fara efst og ganga niður með ánni og kasta í vænlega hyli með fjarkann að vopni, en það geri ég kannski seinna. Ég er mjög sáttur við gærkvöldið og hafi gaman af veiðinni enda er þetta svo allt öðruvísi laxveiði.
Áin liðast skemmtilega niður dalinn og sérstaklega er svæðið neðan við Bæ álitlegt en eins og ég sagði þá á ég eftir að skoða stóran hluta árinnar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)