5 dagar eftir og ekkert planað!
4.10.2010 | 10:40
Ný syrtir í álinn hjá þessum veiðimanni. 5 dagar eftir til að ná markmiði ársins og ekkert planað framundan. Þetta gengur auðvitað ekki og nú verður að gera eitthvað róttækt, spurning um að fara í einhver heiðavötn og reyna við ,,síðsumarbleikju", eða kannski gera tilraun til að komast í sjóbirting á suð-austurlandi?
Það er allavega ljóst að ekki gengur að láta örfáa daga skyggja á annars skemmtilegt veiðisumar. 45 dagar eru í pokanum og 5 dagar útaf til að ná markmiðinu. Taka skal fram að allar tillögur eru vel þegnar um þessar mundir og ekki myndi ég slá hendinni á móti boði um vikuveiði í Argentínu... :)
En ef einhver er farinn að sjá fram á að þetta takist ekki þá hættið að örvænta, það eru ennþá nokkrir dagar til áramóta og aldrei að vita hvað maður prófar!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Reykjadalsá S.-Þing, dagar 44 og 45
22.9.2010 | 12:16
Enn einni veiðiferðinni lokið :) Að þessu sinni var Danni skipuleggjandi auk Ragga og Rúnars. Fjórir veiðibræður á ferð um norðurlandið. Það vildi svo til að ég var að vinna á VestNorden á Akureyri og var Glala kvöldið á fimmtudegi og ég því nokkuð ræfilslegur þegar strákarnir sóttu mig á föstudaginn.
Síðan var brunað austur að Laugum og voru höfuðstöðvar leiðangursins á Bollastöðum í þessu glæsilega veiðihúsi, með heitum potti og öllum græjum.
Við byrjuðum nokkuð seint á laugardeginum og það var komin bleikja á eftir ca 15 mínútur auk tveggja sem sluppu. Ég náði einhverju af bleikju og urriða en laxinn lét ekki sjá sig í ferðinni. Áin var aðeins skoluð en ekki svo mikið samt sem áður. Fiskurinn var frekar slappur og barðist ekki mikið en Danni og Rúnar settur í par af urriðum í gilinum og voru þeir fiskar nánast svartir og slápalegir, hef ekki séð þannig fiska áður. En fiskarnir neðar í dalnum voru í betra ástandi en ekki var mikið til að dreifa. Við fórum svo um að verða tvö á sunnudeginum þar sem ég þurfti að ná flugi til Reykjavíkur kl. þrjú og svo aftur á Ísafjörð kl. 5.
Frekar róleg ferð, ekki mikil veiði, kannski 8-9 fiskar í það heila, en alltaf gaman samt. Setti saman stutt myndband úr ferðinni. Og þar fyrir neðan er smá myndband af félagsskapnum, sorrý strákar, það er kominn tími á smá spaug hérna :)
Gauragangur í sveitinni :)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Víðidalsá - Hólmavík - Dagur 43
27.8.2010 | 08:27
Það er nóg af veiði allstaðar ætti máltækið að segja, því þannig er það. Það er alveg sama hvar ég kem, árnar eru liggur við í kippum.
Ég stoppaði á Hólmavík á leið minni vestur (norður) á Ísafjörð um daginn og hitti þar Sigga í Galdrasetrinu. Hann benti mér á litla á sem heitir Víðidalsá og er alveg við Hólmavík, nokkra km sunnan við þorpið. Ég náði í Steina hjá Orkuveitunni sem sér um þessa á og við sættumst á framkvæmd mála og sýndi hann mér staðhætti og þess háttar mikilvæga hluti. Sagði reyndar að hann væri búinn að kenna fiskunum að bíta ekki á, og væri þeir góðir námsmenn því þeir hafi hætt að bíta á hjá honum líka
Setti saman stutt myndband frá Víðidalsá á Ströndum.
Náði einum fallegum hæng, 63sm.
Áin rennur úr virkjun sem þarna er og liggur í stokki fram að beygju en bugðast þá náttúrulega til sjávar. Þarna er fullt af laxi og svo er bleikja í lóninu fyrir ofan. Skemmtileg á.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)