Víðidalsá - Hólmavík - Dagur 43

Það er nóg af veiði allstaðar ætti máltækið að segja, því þannig er það. Það er alveg sama hvar ég kem, árnar eru liggur við í kippum.

Ég stoppaði á Hólmavík á leið minni vestur (norður) á Ísafjörð um daginn og hitti þar Sigga í Galdrasetrinu. Hann benti mér á litla á sem heitir Víðidalsá og er alveg við Hólmavík, nokkra km sunnan við þorpið. Ég náði í Steina hjá Orkuveitunni sem sér um þessa á og við sættumst á framkvæmd mála og sýndi hann mér staðhætti og þess háttar mikilvæga hluti. Sagði reyndar að hann væri búinn að kenna fiskunum að bíta ekki á, og væri þeir góðir námsmenn því þeir hafi hætt að bíta á hjá honum líka Wink

Setti saman stutt myndband frá Víðidalsá á Ströndum.


Náði einum fallegum hæng, 63sm.

Áin rennur úr virkjun sem þarna er og liggur í stokki fram að beygju en bugðast þá náttúrulega til sjávar. Þarna er fullt af laxi og svo er bleikja í lóninu fyrir ofan. Skemmtileg á.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband