Suðurfossá - Rauðasandi - Dagur 42

Hef verið að þvælast um Vestfirði undanfarið og það er margt fallegt og skemmtilegt. Nú lá leið mín yfir á Rauðasand og heimsótti ég fyrrum skólafélaga og núverandi bónda, hann Ástþór Skúlason á Melanesi. Ástþór er líka einn af eigendum Suðurfossár, sem er laxveiðiá og eftir samninga um verð var haldið til veiða. Ástþór sýndi mér líklega hyli og leyfði mér að taka við sig viðtal fyrir flugur.is sem er á þessum hlekk hér: http://www.flugur.is

Það gekk vel að veiða og fékk ég þrjá fallega laxa, 61, 67 og 69 sm. Ég var mjög ánægður með veiðina og ákvað að hætta um hádegisbilið, en tel þetta samt fullan veiðidag af því það var svo skemmtilegt :)

En mikið er fallegt á Rauðasandi, þetta er alveg magnaður staður og forréttindi að fá að egna fyrir laxi í svona umhverfi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband