Ísdrottningin - Sjóbirtingsfluga

Það var fyrir þremur árum að ég fyrst hnýtti Ísdrottninguna. Halli bróðir hafði þá verið að prufa sig áfram með Mylar silfurefni með það að markmiðið að herma eftir sílum. Þetta fannst mér fín hugmynd og fór strax að velta fyrir mér hvernig best væri að hnýta slíka flugu. Ég hafði hnýtt töluvert af Minnow týpum en notað í það hjartarhár og slíkt.

Ég prófaði þessa flugu fyrst í Tungufljóti í Skaftártungu að mig minnir http://www.svfr.is/Veidisvaedi/Silungsveidi/tungufljottungufljot/ og veiddi hún ágætlega þegar aðrar flugur voru ekki að virka fyrir mig. Ég notaði þá sökktaum en síðan hef ég einnig prófað að þyngja sjálfa fluguna með blývafningum. Það er gert áður en Mylar efnið er sett utan um og því afskaplega einfalt að bæta við. Slík fluga sekkur niður fljótt og vel í töluverðum straumi og getur verið ágætt að vera t.d. með 2-3 útgáfur, mismunandi að þyngd. Það getur verið erfitt að kasta þyngdri flugu, sérstaklega ef maður er líka með sökktaum og því betra að vera með öfluga stöng eða jafnvel tvíhendu.

Ég hef notað hana mikið í vor og haustveiði eftir það og alltaf gengið vel, hún átti sín “móment” í Kjósinni sl. vor einnig og tók bæði sjóbirting og lax, hún og Black Ghost SP.

Allt efni fyrir Ísdrottninguna er hægt að fá hjá www.mokveidi.is.

En hér er semsagt Ísdrottingin, öflug fluga sem einfalt er að hnýta:


Ísdorg í Levi-Lapplandi

Fyrsti dagurinn í ár varð að veruleika fyrir tilviljun, var á flakki í Lapplandi og tækifæri gafst til að prófa ísdorg við bæinn Levi. Það var rétt rúmlega 30 gráðu frost sem var reyndar ekki svo slæmt því fyrsta verkefnið var að ganga út á vatnið og svo bora niður um rúman metra og það hitar manni vel.

Setti saman stutt myndband um þá upplifun, í myndbandinu er Hermann Ottósson hjá Íslandsstofu einnig.


Nýtt útlit á veiðiblogginu - Pöddulíf

Jæja kæru vinir,
eftir miklar pælingar þá er loksins komin lending í stefnu veiðibloggsins árið 2011. Nýtt útlit, nýtt nafn og meiri veiði....jibbí!

Ég mun byrja á að vera með 5 hnýtingamyndbönd og er efni þeirra fyrst og fremst að fara yfir þær flugur sem komu vel út síðasta sumar, hvernig þær voru veiddar og ýmsar pælingar þar að lútandi. Einnig er kominn intró fyrir vídeóbloggið og það má skoða hér:

Síðan fer ég í ísdorg í lok febrúar og byrjun mars og það verður svaka spennandi. Ég geri einnig ráð fyrir að prófa strandveiðina og sjóstöngina í sumar ásamt því að leggja meiri áherslu á að kanna lítt þekktari leyndarmál íslenskrar silunga- og laxveiði. Það er því spennandi vertíð framundan og auðvitað er markmiðið 50 dagar, ekkert annað kemur til greina.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband