Griffith´s Gnat þurrfluga
28.3.2011 | 23:21
Ein alveg frábær, einföld og rosaveiðin. Urriðinn veit ekki hvaðan á sig stendur veðrið og brjálast. Þessa fann ég í bókinni "The Flytying Bible", er alltaf með nokkrar #14-16 í boxinu.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Dagur 1 - Syðradalsvatn - Ísdorg
27.3.2011 | 09:57
Dagur 1 er staðreynd - Ísdorg er hin besta skemmtun og vanmetið veiðisport. Dagurinn var alveg frábær og furðulegt að við íslendingar skulum ekki stunda þetta meira.
Ég notaðist við græjur frá www.mokveidi.is, ísbor, stöng og svo flugur, þannig að þetta flokkaðist undir fluguveiði :)
Sjón er sögu ríkari - meiriháttar gaman og þetta ætla ég svo sannarlega að stunda meira:
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Pheasant Tail Midge #22 variant.
16.3.2011 | 17:42
Gæti kallað þessa flugu Hlíðarvatns-brúnnka, en finnst það ekki flott nafn. Þetta er fluga sem ég byrjaði að hnýta sl. vor og ég prófaði fyrst í Hlíðarvatni í Selvogi um mitt sumar. Hún gekk feikivel og áberandi hvað bleikjan vildi þetta mynstur. Ég hef prófað að þyngja hana örlítið með því að vefja grönnum koparvír um hausinn í lokinn og lakka svo yfir, það virkar ágætlega. Hvort það var stærðin eða liturinn veit ég ekki, en mér er alveg sama, hún virkar mjög vel og ég hef núna alltaf 10 stk. í vopnabúrinu, sama hvert ég fer.
Hún á í raun ekki mikið skylt við Pheasant Tail original mynstrið en það var samt inspirasjónin þegar ég hnýtti hana. Málið var einfaldleikinn og sem minnst efni. Ég held reyndar að það megi heimfæra á margar af þeim flugum sem ég hef náð árangri með, því einfaldari því betra. Fiskurinn hefur einfaldan smekk eins og ég, vil ég trúa
Hér er hún, Pheasant Tail Midge #22.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)