Pheasant Tail Midge #22 variant.

Gæti kallað þessa flugu “Hlíðarvatns-brúnnka”, en finnst það ekki flott nafn. Þetta er fluga sem ég byrjaði að hnýta sl. vor og ég prófaði fyrst í Hlíðarvatni í Selvogi um mitt sumar. Hún gekk feikivel og áberandi hvað bleikjan vildi þetta mynstur. Ég hef prófað að þyngja hana örlítið með því að vefja grönnum koparvír um hausinn í lokinn og lakka svo yfir, það virkar ágætlega. Hvort það var stærðin eða liturinn veit ég ekki, en mér er alveg sama, hún virkar mjög vel og ég hef núna alltaf 10 stk. í vopnabúrinu, sama hvert ég fer.

Hún á í raun ekki mikið skylt við Pheasant Tail original mynstrið en það var samt “inspirasjónin” þegar ég hnýtti hana. Málið var einfaldleikinn og sem minnst efni. Ég held reyndar að það megi heimfæra á margar af þeim flugum sem ég hef náð árangri með, því einfaldari því betra. Fiskurinn hefur einfaldan smekk eins og ég, vil ég trúa :)

Hér er hún, Pheasant Tail Midge #22.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband