Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2011
Langadalsá í Ísafjarðardjúpi - Dagar 33 og 34
24.8.2011 | 23:35
Af fluguveiðiám að vera þá er Langadalsá einstaklega skemmtileg. Ólíkt systuránni Hvannadalsá, þá er enginn foss í Langadalsá, þær eru í raun eins og svart og hvítt. Langadalsá liðast niður Langadalinn í beygjum og fljótum, nokkrum flúðum og gili. Umhverfið í dalnum er mjög fallegt og húsið er alveg ágætt.
Hér má svo sjá einn af minni löxunum í ánni, 67 sm úr Hesteyrinni.
En svo við skoðum nú staðsetninguna á landinu, þá er hún um 300 km frá Reykjavík, eða um 50 km norðan við Hólmavík og er farið yfir Steingrímsfjarðarheiðina. Áin á sameiginlegan ós með Hvannadalsá.
Það var slatti af fiski í ánni og hollið fékk 5 fiska á kvöld- og morgunvakt sem er ágætt miðað við árstíma myndi ég halda.
Hægt er að nálgast upplýsingar um ánna, kort og fleira hér: http://www.agn.is/veidistadir1.asp?element_id=646&cat_id=1294
Það komu fiskar upp úr Hesteyrinni, Beygjunni, gilinu, Klapparhyl og Túnhyl en við misstum einnig tvo í Hesteyrinni.
Hérna er mynd tekin ofan í ánni í Holunni, ég missti mig aðeins í neðansjávamyndatökum :)
Hérna er svo vídeófærsla að sjálfsögðu :)
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Hvannadalsá í Ísafjarðardjúpi - Dagar 31 og 32
22.8.2011 | 15:09
Það má með sanni segja að ferðin í Hvannadalsá hafi verið viðburðarrík og misjöfn en byrjum á staðsetningunni. Hvannadalsá er í um 300 km fjarlægð frá Reykjavík, eða 50 km norðan við Hólmavík og er áin sem sést á vinstri hönd þegar komið er niður af Steingrímsfjarðarheiði á leið norður.
Hvannadalsá og Langadalsá eiga sameiginlegan ós. Laxinn í ánni er sagður auðþekkjanlegur á því hversu sver hann er og eru nokkrir fossar sem hann þarf að komast upp til þess að ná ofarlega í ánna. Fyrsti fossinn af einhverri stærð er Djúpifoss og ber hann nafn með rentu, því í honum er alveg svaðalegur hylur og alveg ótrúlegt að setja í fisk þarna ef hann ákveður að kafa, því maður trúir varla hversu mikið af línu fer af hjólinu, beint niður.
Það var nóg af fiski í ánni, og sást lax á flestum merktum veiðistöðum. Sérstaklega ber að nefna Djúpafoss (Árdalsfoss), brúnna (Rauðabergsfljót), Imbufoss og Hellufoss. Ég sá ekki mikið af fiski á breiðunum en á nokkrum stöðum voru þeir neðarlega í straumnum. Ég fór ekki ofar en Hellisfoss og ekki neðar en Djúpafoss og get því ekki fjallað um þá staði.
Djúpifoss skilaði tveimur góðum tökum og einum laxi. Ég setti í all rosalegan fisk um klukkutíma áður en seinni vaktinni lauk en flugan lak af þegar ég var að byrja að landa honum... Ég giska á að hann hafi verið yfir 20 pund og það var ekki sá eini sem ég sá af þeirri stærðargráðu í ánni.
Ég setti auðvitað saman smá vídeó úr ferðinni og þar er eitthvað blaðrað og sjást þar einnig nokkrir laxar :)
Veiðistaðalýsingu má nálgast hér: http://www.agn.is/veidistadir1.asp?element_id=2449&cat_id=1294 og kort af ánni eru hér: http://www.agn.is/upload/files/hvannadalsa_a.pdf og hér: http://www.agn.is/upload/files/hvannadalsa_b.pdf
Ég veiddi hálfan og hálfan og má eiginlega segja að fyrri vaktin hafi farið í að skyggna staði og kynnast þeim. Áin er frekar nett á köflum og það þarf að passa hvernig maður kemur að veiðistöðunum svo maður styggi ekki fiskinn, hann lá oft öðruvísi en ég hefði búist við.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ósá - Dagur 28
15.8.2011 | 00:09
Eins og síðustu daga hef ég haldið mig í heimabyggð. Eftir að hafa reynt við árnar í Syðridal er komið að Ósánni sjálfri, sem rennur úr Syðridalsvatni og niður í sjó. Sjóbleikjan er málið þarna en einnig veiðist stöku lax og staðbundin bleikja.
Morgunvaktin gaf sex þokkalegar bleikjur en sú stærsta slapp auðvitað og sleit 5 punda taum. Það er í annað skiptið sem það gerist á stuttum tíma og ég þarf greinilega að hafa sterkara í þessu
Þær tóku áberandi best svartan vinylribb með gráum kraga og silfurkúluhaus, stærð 14 en einnig tóku tvær rauðan vinylribb með gullkúluhaus. Það var mikið af minni fiski sem fékk líf og í sumum hyljunum á í nánast hverju kasti. Allt var þetta veitt upstream með tökuvara.
Hérna er svo kort af svæðinu en þarna sést einnig hluti af Bolungarvík og höfnin.
Hylirnir sem ég veiddi eru um það bil frá vatninu og um 500 metra niðureftir.
Hér fyrir neðan er svo vídeó frá morgninum.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 00:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Syðridalsvatn - Dagar 25-27
7.8.2011 | 12:49
Ég hef áður fjallað um Syðridalsvatn sem prýðir Syðridal í Bolungarvík.
Ósáin liggur frá sjó upp í vatnið og eru veiðileyfi seld þar sérstaklega í Shellskálanum sem blasir við þegar komið er inn í þorpið.
Fyrir vatnið og árnar sem liggja í það gildir veiðikortið: www.veidikortid.is.
Ósáin er vinsæl sjóbleikjuá og gengur töluvert af bleikju upp í vatnið og áfram í árnar upp með dalnum. Einnig veiðast stöku laxar á vatnasvæðinu en má varla gera ráð fyrir slíkum feng.
Vatnið er þokkalega stórt og margir ágætir veiðistaðir við það en sérstaklega má nefna þar sem ferskt vatn rennur í það.
Einnig eru nokkrir góðir hylir í ánum sem renna í vatnið og fékk ég nokkrar flottar sjóbleikjur undanfarna daga og tók einn unglingurinn minn 6 bleikjur upp úr sama hylnum og sú stærsta var um 3,5 pund.
Eins og sjá má í vídeóinu og hér fyrir neðan þurfa hylirnir ekki að vera stórir, t.d. hérna sleit ein bleikjan 5punda girni, sú var bara nokkuð stór
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Arnarvatnsheiði - Dagar 21-24
6.8.2011 | 19:40
Það má með sanni segja að Arnarvatnsheiðin hafi tekið breytingum frá því við félagarnir úr árgangi ´73 frá Patró fórum þangað fyrst. Þá var bleikjan allsráðandi, Skammáin var að gefa tugi bleikja á dag, allt að 5 punda dreka. Nú er öldin önnur og urriðinn orðinn mesti aflinn, Austuráin er reyndar söm við sig þó urriðinn sé heldur minni í ár en venjulega en ferðin er samt sem áður sú skemmtilegasta á árinu.
Það er alveg óborganlegt, uppátækin og vitleysan sem gerist á heiðinni og mann fer að hlakka til næstu ferðar á leiðinni niður á Laugarbakka.
Við fengum marga góða í Sesseljuvíkinni á föstudagskvöldinu og hérna er smá miðnætursólarstemning:
Hérna er smá vídeó úr ferðinni en það var heldur dræmt laugardag og sunnudag sökum hvassviðris.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Geiradalsá - Dagur 20
6.8.2011 | 17:33
Eftir að hafa slakað á í Bjarkalundi í einn dag var haldið aftur í Geiradalsá. Fyrri dagurinn gaf ágætis vonir því við misstum 3 laxa, náðum einum og svo 2 vænum sjóbleikjum. En raunin varð önnur því þeir laxar sem voru í neðsta hylnum, lentu í ormaveislu hjá hollinu sem var í millitíðinni.
það er ekkert við því að segja enda er maðkurinn leyfður í ánni.
Hérna er bloggfærslan fyrir fyrri daginn þar sem nákvæmlega ekkert markverk gerðist á veiðidegi 20 annað en það að bóndinn á Ingunnarstöðum kom til okkar þegar við vorum að taka saman og tjáði okkur að "það hefði verið kvartað undan okkur þar sem við keyrðum eftir slóða meðfram túni sem ekki var búið að slá". En það var frekar vinaleg ábending miðað við fyrri samskipti
Dagur 18 í Geiradalsá: http://gustig.blog.is/blog/gustig/entry/1182433/
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bjarkarlundur - Dagur 19
6.8.2011 | 17:19
Við Bjarkalund er hótel sem frægt er orðið fyrir Dagvaktina, en hótelið er jafnframt elsta sumarhótel landsins.
Margir koma þar við til að skoða pönnuna frægu og njóta veitinga hjá Kollu og Oddi, en það sem margir vita ekki er að vatnið við Bjarkalund geymir ágætis bleikjur og urriða.
Hér er örmyndband frá veiðiferð þangað, en veiðin var að þessu sinni stunduð frá báti og var veðrið eiginlega allt of gott til að gera annað en slaka á og njóta dagsins.
Ekki var mikið um veiði að þessu sinni en það var meira mér að kenna en fiskinum Við höfðum fréttir af bleikjum upp undir 5 pund fyrr í sumar, þannig að það er bara að reyna aftur.
Bloggar | Breytt 7.8.2011 kl. 00:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Geiradalsá - Dagur 18
6.8.2011 | 17:04
Geiradalsá er í Geiradal er rétt norðan við Gilsfjörð í Reykhólahreppi. Geiradalsá er sjóbleikju- og laxá, frekar vatnslítil en með stöðugan forða af lindarvatni.
Bóndinn á Ingunnarstöðum á 3 jarðir af 6 og því helming árinnar. Í ánna gengur lax og sjóbleikja og náðum við 2 ágætum sjóbleikjum fyrri daginn, félaginn missti 3 verðandi maríulaxa (kemur bara seinna Raggi, tíhí) og ég náði einum uppi dal í litlum hyl sem er beint fyrir neðan spennustöð rétt upp með dalnum, ef keyrt er sunnan megin upp með ánni þá er komið að brú, hylurinn er ca 70 metra fyrir neðan brúnna.
Ánna sárvantar fleiri hyli en umhverfið er fallegt og gaman að ganga með ánni. Ekki var um að ræða neitt kort af eða leiðbeiningar um veiðistaði að neinu marki, ég gekk því alla ánna upp að gamalli stíflu nokkurri sem er ofarlega í dalnum sem gæti auðveldlega haldið fiski þegar hann byrjar að ganga upp ánna.
Það sem kannski stendur uppúr þessari veiðiferð er viðmót bóndans á Ingunnarstöðum, sem var ekki alveg með besta móti, mætti jafnvel kalla fjandsamlegt án þess að ýkja nokkuð.
Á þeim tíma sem ég hef verið að stunda fluguveiðar man ég ekki eftir jafn skringilegum samskiptum og verð að viðurkenna að ég kem aldrei til með að veiða aftur í þessari á, á meðan þessi maður heldur um skráningar, né get ég varla ráðlagt neinum að kaupa veiðileyfi þarna.
En burtséð frá því þá er fiskur í ánni og ég náði langþráðu markmiði í þessari ferð, og það var að ná laxi á fjarka. Ég notaði Joakims fjarka og hjól fyrir línu 3/4, ásamt því að vera ekki í hefðbundnum veiðifatnaði, því ég var í quartbuxum og gönguskóm. Það gerði reyndar viðureignina dálítið erfiða því ég þurfti að fara yfir ánna og nokkra tugi niður með henni til að finna hentugan löndunarstað
En þetta gerði viðureignina mjög minnisstæða og bjargaði alveg ferðinni. Hérna er smá vídeó.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)