Geiradalsá - Dagur 20

Að landa laxi með fjarkanum :)Eftir að hafa slakað á í Bjarkalundi í einn dag var haldið aftur í Geiradalsá. Fyrri dagurinn gaf ágætis vonir því við misstum 3 laxa, náðum einum og svo 2 vænum sjóbleikjum. En raunin varð önnur því þeir laxar sem voru í neðsta hylnum, lentu í ormaveislu hjá hollinu sem var í millitíðinni.

það er ekkert við því að segja enda er maðkurinn leyfður í ánni.

Hérna er bloggfærslan fyrir fyrri daginn þar sem nákvæmlega ekkert markverk gerðist á veiðidegi 20 annað en það að bóndinn á Ingunnarstöðum kom til okkar þegar við vorum að taka saman og tjáði okkur að "það hefði verið kvartað undan okkur þar sem við keyrðum eftir slóða meðfram túni sem ekki var búið að slá". En það var frekar vinaleg ábending miðað við fyrri samskipti Cool

Dagur 18 í Geiradalsá: http://gustig.blog.is/blog/gustig/entry/1182433/  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband