Geiradalsá - Dagur 18

Geiradalsá Geiradalsá er í Geiradal er rétt norðan við Gilsfjörð í Reykhólahreppi. Geiradalsá er sjóbleikju- og laxá, frekar vatnslítil en með stöðugan forða af lindarvatni.

Bóndinn á Ingunnarstöðum á 3 jarðir af 6 og því helming árinnar. Í ánna gengur lax og sjóbleikja og náðum við 2 ágætum sjóbleikjum fyrri daginn, félaginn missti 3 verðandi maríulaxa (kemur bara seinna Raggi, tíhí) og ég náði einum uppi dal í litlum hyl sem er beint fyrir neðan spennustöð rétt upp með dalnum, ef keyrt er sunnan megin upp með ánni þá er komið að brú, hylurinn er ca 70 metra fyrir neðan brúnna.

Ánna sárvantar fleiri hyli en umhverfið er fallegt og gaman að ganga með ánni. Ekki var um að ræða neitt kort af eða leiðbeiningar um veiðistaði að neinu marki, ég gekk því alla ánna upp að gamalli stíflu nokkurri sem er ofarlega í dalnum sem gæti auðveldlega haldið fiski þegar hann byrjar að ganga upp ánna.

Félaginn að missa lax :) Það sem kannski stendur uppúr þessari veiðiferð er viðmót bóndans á Ingunnarstöðum, sem var ekki alveg með besta móti, mætti jafnvel kalla fjandsamlegt án þess að ýkja nokkuð.

Á þeim tíma sem ég hef verið að stunda fluguveiðar man ég ekki eftir jafn skringilegum samskiptum og verð að viðurkenna að ég kem aldrei til með að veiða aftur í þessari á, á meðan þessi maður heldur um skráningar, né get ég varla ráðlagt neinum að kaupa veiðileyfi þarna.

En burtséð frá því þá er fiskur í ánni og ég náði langþráðu markmiði í þessari ferð, og það var að ná laxi á fjarka. Ég notaði Joakims fjarka og hjól fyrir línu 3/4, ásamt því að vera ekki í hefðbundnum veiðifatnaði, því ég var í quartbuxum og gönguskóm. Það gerði reyndar viðureignina dálítið erfiða því ég þurfti að fara yfir ánna og nokkra tugi niður með henni til að finna hentugan löndunarstað Smile

En þetta gerði viðureignina mjög minnisstæða og bjargaði alveg ferðinni. Hérna er smá vídeó.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband