Hvannadalsá í Ísafjarðardjúpi - Dagar 31 og 32

Það má með sanni segja að ferðin í Hvannadalsá hafi verið viðburðarrík og misjöfn en byrjum á staðsetningunni. Hvannadalsá er í um 300 km fjarlægð frá Reykjavík, eða 50 km norðan við Hólmavík og er áin sem sést á vinstri hönd þegar komið er niður af Steingrímsfjarðarheiði á leið norður.

Hvannadalsá og Langadalsá eiga sameiginlegan ós. Laxinn í ánni er sagður auðþekkjanlegur á því hversu sver hann er og eru nokkrir fossar sem hann þarf að komast upp til þess að ná ofarlega í ánna. Fyrsti fossinn af einhverri stærð er Djúpifoss og ber hann nafn með rentu, því í honum er alveg svaðalegur hylur og alveg ótrúlegt að setja í fisk þarna ef hann ákveður að kafa, því maður trúir varla hversu mikið af línu fer af hjólinu, beint niður.

DjúpifossÞað var nóg af fiski í ánni, og sást lax á flestum merktum veiðistöðum. Sérstaklega ber að nefna Djúpafoss (Árdalsfoss), brúnna (Rauðabergsfljót), Imbufoss og Hellufoss. Ég sá ekki mikið af fiski á breiðunum en á nokkrum stöðum voru þeir neðarlega í straumnum. Ég fór ekki ofar en Hellisfoss og ekki neðar en Djúpafoss og get því ekki fjallað um þá staði.

Djúpifoss skilaði tveimur góðum tökum og einum laxi. Ég setti í all rosalegan fisk um klukkutíma áður en seinni vaktinni lauk en flugan lak af þegar ég var að byrja að landa honum... Frown Ég giska á að hann hafi verið yfir 20 pund og það var ekki sá eini sem ég sá af þeirri stærðargráðu í ánni.

Ég setti auðvitað saman smá vídeó úr ferðinni og þar er eitthvað blaðrað og sjást þar einnig nokkrir laxar :)

Veiðistaðalýsingu má nálgast hér: http://www.agn.is/veidistadir1.asp?element_id=2449&cat_id=1294 og kort af ánni eru hér:  http://www.agn.is/upload/files/hvannadalsa_a.pdf og hér: http://www.agn.is/upload/files/hvannadalsa_b.pdf

Ég veiddi hálfan og hálfan og má eiginlega segja að fyrri vaktin hafi farið í að skyggna staði og kynnast þeim. Áin er frekar nett á köflum og það þarf að passa hvernig maður kemur að veiðistöðunum svo maður styggi ekki fiskinn, hann lá oft öðruvísi en ég hefði búist við.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband