Staðará á Súganda

Frábær dagur í Staðará á Súganda. Áin Staðará er rétt fyrir utan Suðureyri og má nálgast veiðileyfi á bænum Bæ, hjá Kalla og Ingibjörgu. 3 laxar komu á land og einn slapp. Nóg af fiski er í ánni.

Staðará er nálægt Suðureyri og tekur örfáar mínútur að keyra á milli. Ekki er veiðihús og því þarf að finna gistingu á nálægum stöðum. Hægt er að mæla með Fisherman á Suðureyri en þar er líka ágætt kaffihús og veitingastaður. Um 15 mínútur tekur að keyra frá Ísafirði á Suðureyri og aðrar 5-7 mínútur að Staðará. Vegurinn frá bænum upp í dalinn er þannig séð fær flestum slyddujeppum en þó ber að aka rólega því steinar eru hér og þar í veginum og stutt að ganga í helstu hyli.

Veiðileyfin er að mínu mati mjög lág enda er ekki skortur á fiski í ánni.

Suðureyri og Staðará


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband