Staðartorfa - Laxá í Aðaldal - dagur 3

Staðartorfa er fyrir neðan virkjun, beint á móti Presthvammi sem ég veiddi á degi 2 og er í raun hluti af sama veiðisvæði, það er straumskilunum við miðju svæðisins. Staðartorfan er klárlega þurrflugusvæði eins og Presthvammur og er auðveldlega vætt allstaðar. Það eru nokkrar holur sem við fundum sem geyma fisk og lenti ég í dálítlu ævintýri á kvöldvaktinni þegar 5 vænir urriðar tóku í röð, allt úr sömu holunni milli hólmans og grynninganna neðarlega í Presthvammi, sjá betur á yfirlitsmyndinni.

 

Staðartorfa-efri hollur

Styrkleiki svæðisins er kláralega eins og fram kemur hér fyrir ofan, þurrfluga. það er nóg af fiski á svæðinu og þegar þeir byrjuðu að taka var töluvert um að vera, ég sá þó engar yfirborðstökur þennan dag enda veðrið fráleitt gott. Allir fiskarnir tóku PT þyngdar púpur frá honum Ingó í Vesturröst, en sjá má hvaða flugur voru valdar í ferðina í myndbandinu frá Presthvammi.

Skemmtilegt svæði en ekki ýkja stórt, verður gaman að heimsækja það aftur seinna sumar. 

Staðartorfa-holan

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband