Múlatorfa - Laxá í Aðaldal - dagar 4 og 5

Þetta svæði er gersemi, alger gullnáma fyrir þá sem hafa gaman af þurrfluguveiði og urriða. Svæðið er stórt, of stórt til að komast yfir á 1-2 dögum. Þetta svæði er eitt af þeim svæðum sem ég mun leita reglulega til á komandi árum, það er engin spurning. Það hefur allt að bera sem eitt besta urriðasvæði heims þarf að hafa. Svæðið er í sölu hjá Stangó: http://svfr.is/veidisvaedi/silungsveidi/laxaiadalaxaimul/ og myndi ég ráðleggja nýliðum á svæðinu að tala við reynda heimamenn eins og Bjarna Höskulds, það hjálpaði okkur félögunum mikið.

Þarna fékk Sage fjarkinn minn loksins að njóta sín almennilega við réttar aðstæður, nú er bara að að byrja að skipuleggja næstu heimsókn norður Wink 

 

Setti saman stutt vídeó frá degi 4 og 5 í Múlatorfunni. Náði nokkrum skemmtilegum tökum á Contour vélina sem sannaði sig glæsilega í þessari ferð, þvílík snilldar græja, að geta haft hana á derhúfunni er algerlega málið. 

 

Fallegur Urriði úr Múlatorfunni, tekinn á norðurendanum á Hrísey. 

Urriði úr Múlatorfunni

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband