Presthvammur - Laxá í Aðaldal - dagur 2

Presthvammur er svæðið norðaustan megin fyrir neðan virkjun í Aðaldalnum. Eins og glöggir lesendur vita veiddi ég Laxárdalinn í fyrrasumar og er það svæði semsagt fyrir ofan virkjun. Helsta veiðin á svæðinu er urriði af stærðinni 1-1,5 pund. Stærsti fiskurinn mældist 48 sm. Ég er þess þó fullviss að þarna eru töluvert stærri fiskar. 

Frábært svæði, engin spurning! Vorum heldur óheppnir með veður, morguninn byrjaði með hagléli og síðan rigningu og stífri ASA-átt. Veðrið hélst svipað allan daginn og lofthiti um 4 gráður. það var því ekki mikið um þurrfluguhlugmyndir þennan daginn, en það held ég sé einmitt styrkleiki þessa svæðis. Presthvammurinn og svæðið á móti, Staðartorfa eru alveg frábær þurrflugusvæði og hlakka ég til að prófa það þegar veðrið er örlíti skárra.

Hér er vídeófærslan og fyrir neðan smá yfirlitsmynd sem sýnir hvernig mér fannst best að nálgast svæðið, en þó má benda á að sökum veður var þetta heldur í styttri kantinum.

Svæðið er í sölu hjá Svfr og má sjá nánar um það hér:http://svfr.is/veidisvaedi/silungsveidi/laxaiadalaxaprest/ 

Presthvammur yfirlit

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband