Vatnasvæði Lýsu á Snæfellsnesi - Dagur 7

Kom við hjá Gunnari í Lýsudal í gærkvöldi. Svæðið leit mjög vel út og tökur út um allt. Gunnar sagði að mjög lítið væri búið að veiða það sem af er sumri því veðrið hafi verið svo erfitt (eins og annar staðar á landinu :) ). Svæðið er því í raun óveitt það sem af er sumri.

En byrjum á staðsetningunni:

SnæfellsnesEins og sjá má eru Lýsuvötn staðsett sunnan til á nesinu um það bil miðju. 

Hægt er að fá gistingu þarna rétt hjá og einnig er tjaldstæði við sundlaugina á Lýsuhóli. Gunnar veiðivörður getur veitt upplýsingar um það í síma: 893-4515.

Þetta eru nokkur vötn og ár sem skipt er í silunga- og laxasvæði.

Það er merkilegt með Lýsuvötn að það er hægt að veiða allar tegundir ferskvatnsfiska sem finnast við Ísland: lax, bleikju, sjóbleikju, urriða og sjóbirting

Hérna má svo sjá staði þar sem ég varð var við mikið líf.

Lýsuvötn - veiðistaðirÁ þessari mynd má sjá hvar áin fellur í (þar sem myndbandið er tekið, en alls komu á land 13 bleikjur og 2 sjóbirtingar á því svæði). Síðan var mikið líf þar sem útrennslið er, ég sá stóra fiska þar en einungis minni komu á færið.

Síðan er mjög góður veiðistaður við stóran stein í vestara vatninu, hann er mjög áberandi og auðvelta að vaða að honum.

Ég ætlaði að veiða morgunvaktina líka en þurfti frá að hverfa vegna annarra verkefna og því bíður laxinn sem ég sá í gærkvöldi betri tíma :)

Myndband frá Vatnasvæði Lýsu.

Eins og sést eru þetta ágætis bleikjur sem komu á land í gærkvöldi og meðalþyngdin mjög góð. Lítið var af smælki sem fékk líf, þó eitthvað og nokkrar bleikju runnu af. Þær tóku flestar Krókinn en nokkrar Peacock með appelsínugulum kúluhaus.

lysuvotn_bleikur.jpg Það er margt framundan í veiðinni, m.a. ævintýraferð á hestbaki að leynivatni í Ísafjarðardjúpi og margt fleira spennandi.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband