Selsvatn Mjóafirði - Dagur 8

Var í heimsókn í Heydal í Mjóafirði í Ísafjarðadjúpi og ætlaði mér að heimsækja þar vatn sem ber heitið Ausuvatn, en sökum árferðis er það ennþá undir ís. Ég skrapp því að næsta bæ og heimsótti hann Finnboga í Hörgshlíð sem benti mér á vatn þar fyrir ofan sem heitir Selsvatn. Slóðin þar er reyndar dálítið erfiður og mæli ég með jeppum í það, eða hreinlega að ganga upp þar sem þetta er ekki langur spotti.

Selsvatn í Mjóafirði En vatnið og umhverfi þess er fallegt og mjög veiðilegt. Þarna er auðveldlega hægt að tjalda ef til þess fæst leyfi. Ég var þarna í ansi miklu roki vægast sagt en er alveg einarður um að heimsækja svæðið aftur. Ég byrjaði á að ganga með austurhluta vatnsins og sá nokkra mjög veiðilega staði en þarna ganga út skagar og er töluvert dýpi við þá. Ég reyndi mig svo við einn þeirra, prófaði Krókinn með tökuvara og lætin í urriðanum voru svo mikil að ég fékk strax yfirborðstöku á tökuvaran, síðan strax á eftir á Krókinn. Ekki amaleg byrjun þar Cool

Ég prófaði síðan Mýsluna og fékk fljótlega töku, það lágu því tveir ágætir urriðar á svona hálftíma.

Myndbandið sínir skagann ágætlega og hvar þeir voru að taka, en mikið held ég að sé gaman þarna á rólegum degi veðurfarslega séð. Það er alveg fullt af vötnum í Djúpinu en einnig margargóðar ár. Ég er til dæmis að fara í Ísafjarðará upp úr miðjum ágúst og er mjög spenntur. En myndbandið er hér.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband