Stóra Laxá - Hreppum - Svæði III - Dagar 27 og 28

cimg0862.jpgÉg og Bubbi fórum í Stóru Laxá, á svæði III. Tókum seinni vaktina 8. og fyrri 9. sl. semsagt í fyrradag og í gær.

Veðrið var frekar lélegt eins og venjulega, mikill vindur og hráslagalegt en ég var að vona að morgundagurinn yrði betri.

Ég setti saman nokkur vídeó úr ferðinni. Fyrsta myndbandið er kvöldvaktin, síðan kemur morgunvaktin og loks smá samantekt.

Við gerðum góða ferð í Stóru, settum í 8 fiska en náðum 5, þar af einum alvöru dreka. Mynd af honum neðst í þessu innslagi.

Hér að ofan er mynd af Bubba með aflann sem við tókum heim,tekin á pallinum við veiðihúsið.

Síðan er það myndband með kvöldvaktinni, kalt og mikill vindur, fengum tvo og misstum 2.

Þá er það morgunvaktin, fengum 3 og misstum 1. Veðrið skánaði mikið þegar líða tók á morguninn en var svo sem allt í lagi allan tímann, dálítið strekkingur fyrst.

Hér kemur eftirmáli.

stora-laxa-gustaf.jpg

 Þá er það drekinn, 93 sm hængur, tók í Heljarþrem eins og allir fiskarnir í ferðinni. Tók Sun Ray gárutúbu með grænu í, þríkrækja nr. 12.

Þessum landaði ég á um 20 mínútum með stöng nr. 6. Tók ansi vel í og ég þurfti að hafa fyrir hlutunum. Hélt lengi að hann væri um 10 pund en sá kom mér á óvart þegar hann hreinsaði sig :)

Þessi er um 20 sm stærri en sá sem kemur næstur í röðinni, en það var maríulaxinn minn. Þetta var algerlega geggjað.

Þetta er náttúrulega langstærsti fiskur sem ég hef náð og ég er ennþá alveg í skýjunum, meira en sólarhring seinna :)

Nú eru 22 dagar eftir og greinilegt að ég verð að fara að spýta í lófana ætli ég mér að ná þessu, ég á 20 daga eftir í sumarfríi en á eftir að flytja okkur vestur á Ísafjörð fyrir 1. ágúst, þannig að þetta verður væntanlega ansi tæpt ef markmiðið næst. Auglýsi hér með eftir góðhjörtuðum leigutökum sem vilja leggja málinu lið :)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Til hamingju með þetta!

 Bloggið þitt þykir mér með því betra sem ég hef rekist á á vefnum og ég vona svo sannarlega að þér takist markmið þitt.

Guðmundur Hjalmar (IP-tala skráð) 10.7.2010 kl. 15:00

2 Smámynd: Gústaf Gústafsson

Kærar þakkir Guðmundur.

Gústaf Gústafsson, 12.7.2010 kl. 16:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband