Græjurnar

Jæja, það er varla hjá því komist að fjalla aðeins um hvaða græjur maður er að nota í veiðinni, því það skiptir miklu máli að mínu mati að þetta sé í réttum hlutföllum svo gaman megi hafa af. Þar á ég eftir að læra mikið enda heill frumskógur af dóti í boði.

Í lax og birting nota ég gamla sjöu (9,5 fet) sem ég keypti í Vesturröst, þetta er svona 15.000 kr. kit, stöng, hjól og lína. Held hún heiti Lureflash, en man það samt ekki. Samt virkar þetta vel og ég er búinn að veiði fullt af fiski þá stöng. Stærsti sem ég hef tekið var 73cm lax úr Syðri-Brú, sem var einnig Maríulaxinn minn. Ég get ekki fullyrt að ég hefði ekki veitt meira með betri græjum en ég er sáttur. Nota oft hálfsökkvandi LOOP línu sem ég fékk í verðlaun á skemmtikvöldi í SVFR, svo hrikalega gott að kasta henni í vindi og einnig þegar þarf að sökkva flugunni. Annars er ég bara með þessa venjulegu gulu flotlínu sem fylgdi með hjólinu. Þyrfti að fjárfesta í nýjum flotlínum fljótlega, tek að mér að prófa Wink

Í flestan silung nota ég Sage SLT fjarka (9 fet )með Scierra CTC hjóli og skotlínu, nema þegar mjög hvasst er, þá fer ég í sjöuna. Þessi stöng er dásamleg og hjólið frábært. Stærsta sem ég hef fengið er 6 punda urriði í Austurá á Arnarvatnsheiði, missti reyndar stærri, en 6 punda er sá stærsti sem ég hef náð. Það var rosalega skemmtileg veiði. Þetta er afskaplega nett og þægileg stöng, gott að kasta með henni, virkar eins og framlenging af hendinni.

Svo er það auðvitað bíllinn. Veiðibíllinn er 1999 árgerð af Nissan Terrano II, með 33" dekk. Hann er 7 manna en ég tek oft öftustu sætaröðina úr og þá er ansi mikið pláss. Mér áskotnaðist nýlega plast fyrir vöðlur, skó og slíkt til að leggja í afturhlutann og það er algerlega frábært dæmi, því oft vill lykt festast í teppum og sætum.

Þetta eru semsagt svona næstum "Vintage" græjur, nema auðvitað Sage stöngin og Scierra hjólið (þó jafnvel líka) en þetta þarf ekki allt að kosta mánaðarlaun til að hafa gaman af. Meira máli skiptir að vera vel undirbúinn og hafa góðan félagsskap og njóta þess að vera lifandi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband