Hlíðarvatn í Selvogi - Dagur 18

Var boðið að kíkja í Hlíðarvatn í dag, eitt þekktasta bleikjuvatn landsins. Árni Árna hjá Árvík var með lausa stöng sem hann gat ekki nýtt og því var brunað að morgni dags um Þrengslin og inn að Selvogi.

Hlíðarvatn er vel þekkt meðal veiðimanna og bleikjan þar getur verið mjög væn. Ég prófaði nýja línu í dag, Scientific Angler -  Sharkskin Trout #6. Mjög góð lína sem fellur fallega niður og er ekki með óþarfa smelli eða læti. Afskaplega nett og góð lína.

Veiðin gekk ágætlega í dag, setti í 15 og hélt 9 bleikjum. Gekk best í Botnsvík, við bakkann sem liggur að Réttarnesi. Það var slatti af fólki að veiða og flestir fengu ágætis kropp, svona 5-10 fiska að ég held.

Athugasemd: Auðvitað gleymdi ég að tala um flugurnar. Þær tóku nánast eingöngu Pheasant Tail nr. 16, þyngda. Ég var með þurrflugu, peacock #16 í miðjunni og Pheasant Tail #16 fremst. Ca 1 og 1/2 stangarlengd í taum. Ég myndi segja #16-#18 í brúnu, það er málið í Hlíðarvatni í dag.

vid01407.jpgÁgætis skammtur á grillið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Flottar bleikjur, en hvaða flugur tóku þær?

Ögmundur (IP-tala skráð) 16.6.2010 kl. 07:26

2 Smámynd: Gústaf Gústafsson

Setti inn auka upplýsingar um flugurnar, þetta var pheasant tail #16 sem tók flestar.

Gústaf Gústafsson, 16.6.2010 kl. 12:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband