Húseyjarkvísl III - Dagur 17
10.6.2010 | 01:56
Úff, hundleiðinlegt veður í allan dag, rok og vindáttin að breytast, gekk í vestan eða sv. átt, þekki ekki Skagafjörðinn nógu vel til að vita hvernig fjöllin fara með áttirnar hérna, gæti hugsanlega hafa verið hrein sunnan átt líka, loksins þegar innlögnin hætti þá fór þetta svona :(
Þegar líða tók á daginn fór að rigna, ekki það að ef vindurinn væri minni þá væri það í fínu lagi en ekki bæði saman.
Nennti ekki að veiða mikið í þessu veðri, náði samt nokkrum ágætum, stærsti 48cm, ansi flottur fiskur, hélt fyrst að þetta væri lax því hann tók svo vel í, en svo kom í ljós að hann hafði misst af flugunni og ég húkkaði hann undir annað tálknið. Átakið verður svo miklu þyngra þannig, plataði mig ansi vel, hélt ég væri kannski með laxinn sem ég missti þarna í gær. Þetta var semsagt á veiðistað nr. 15, síðan færði ég mig uppeftir og tók tvo frekar littla við gömlu brúnna. Danni sá þar eitthvert flykki, hélt það væri lax, þannig að við prófuðum aftur það svæði, en bara puttar og rok ásamt smá vætu :/
Henti saman smá vídeói af veiðistað nr. 15 þar sem ég missti drekann!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Húseyjarkvísl II - Dagur 16
9.6.2010 | 12:22
Jæja, nú er þriðjudagur og annar dagurinn í Húseyjarkvísl. Veiðin gekk ágætlega í dag, hélt áfram að leika mér með þurrflugurnar, náði 11 urriðum, flestum í minni kantinum þó. Setti í lax eða sjóbirting á svæði 15, hann tók rauðan francis tvíkrækju gullkrók. Missti eftir stutta en mjög snarpa viðureign, hann bókstaflega reif sig lausan. Höggið var svakalega þungt og samt var ég með sjöuna og intermediate línu. Man ekki eftir svona klikkuðum fiski áður. Hann hreinsaði sig tvisvar alveg brjálaður, reif alveg brjálað í línuna og lét sig svo hverfa. Ég stóð eftir með mikinn hjartslátt og alveg svakalega vonsvikinn .) En jafnaði mig fljótt.
51cm hrygna úr Húseyjarkvísl.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Húseyjarkvísl - Dagur 15
9.6.2010 | 12:09
Mánudagurinn 7.júní, byrjuðum að veiða í Húseyjarkvísl, skruppum í tvo tíma á veiðistað nr. 10, falleg beygja í ánni með góðu skjóli frá hól norðan megin við, þar eru sumarbústaðir og trjárækt. Mjög fallegur veiðistaður og gjöfull.
Ég setti undir þurrflugu nr. 16, einfalda með grissly fjöður og peacock vafningi og sú virkaði. Á tveimur tímum fékk ég tvo urriða yfir 50cm og nokkra minni. Allt flottar yfirborðstökur í ágætu veðri, ekki slæmt.
54cm urriði úr veiðistað nr. 10 í Húseyjarkvísl í Skagafirði.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)