Sléttuhlíðarvatn - og lækur - Dagur 14 í veiði
7.6.2010 | 16:08
Fórum af Skagaheiðinni yfir að Hrauni við Sléttuhlíð. Sléttuhlíðarvatn er í veiðikortinu, en Danni var þarna í sveit frá 6 ára aldri og var síðast vinnumaður á 17. ári.
Fórum út á báti en fengum bara litla fiska og prófuðum því lækinn sem rennur úr vatninu. Danni á góðar minningar úr læknum því þarna byrjaði hann að veiða sem mjög ungur maður, þá var það maðkurinn sem átti vinninginn :)
Fékk einn fínan urriða í læknum og svo fórum við yfir í Húseyjarkvísl og tókum við veiðikofanum, sáum fiska undir brúnni við þjóðveg 1 .) Þetta byrjar vel.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Skagaheiðin - Dagur 13 í veiði!
7.6.2010 | 14:59
Skrapp með Danna á Skagaheiðina í leiðinni í Húseyjarkvísl í Skagafirði. Fórum upp hjá Ketu, svakalegur vegur, tók 45mín að keyra 5,5km. Stoppuðm við Selvatn og gerðum ágæta veiði undir nóttina í þvílíkri þoku. Sváfum í bílnum þar sem við fundum ekki stað til að tjaldi en það var alveg ágætt.
Um morguninn héldum við svo áfram í Selvatni og lentum í algerlega fáránlegri veiði, vatnið kraumaði af bleikju, fengum örugglega vel yfir 70 bleikjur og 3 fallega urriða, hirtum það stærsta, mjög flottir fiskar.
Veiddum til að verða þrjú um daginn og brunuðum svo að Hrauni í Slétturhlíð þar sem Danni var í sveit.
Meira um það á næsta degi 14.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Meðalfellsvatn - Dagur 12 og hálfur!
3.6.2010 | 15:06
Skrapp eftir kvöldmat með Bubba í Meðalfellsvatn. Tók með mér tvíbyttnuna sem er alger snilldargræja í fluguveiði. Veiddi 9 urriða og missti annað eins, erfitt að vera fljótur að bregða við þegar maður er að róa :) Missti einn mjög vænan í löndun, þar sem netið var orðið fullt af fisk, verð að muna að hafa með mér netapoka næst! Eins þarf ég að græja stangarhaldara á bátinn, tómt vesen að hafa hann ekki. Veðrið var mjög gott og lægði með kvöldinu. Það er hellingur af fiski í vatninu og ég hefði átt að koma með lágmark 20 stk. í land. Fiskurinn var frekar lítill en inn á milli alveg ágætir.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)