Opnun Hítarvatns 29.maí - Dagur 12 í veiði

Fór með unglingana í opnun Hítarvatns á Mýrum í Borgarfirði. Hilmar, Bubbi og Soffía höfðu gaman að (segja þau) og við tjölduðum uppfrá í blíðskaparveðri. Hilmar hafði reyndar mestan áhuga á að fá að keyra jeppann, enda í ökunámi og var það að lokum samþykkt og fékk hann að keyra niður að afleggjara á leiðinni heim.

Það var mjög rólegt yfir fiskinum í þessari opnun, veiddi einn um nóttina, ágætan 2ja punda urriða en svo ekkert nema putta daginn eftir. Sleppti öllum nema einum sem skaddaðist aðeins of mikið.

Það er rosalega fallegt í Hítardalnum á leiðinni upp að vatni og umhverfið er ægifagur og stórbrotið. Mikið hraun í dalnum og líklega sandsteinn í fjöllunum. Það er dálítill Mars bragur af þessu þarna, eyðimörk, sandur og hraun og litirnir skemmtilegir. Það væri örugglega gaman að mála landslagsmynd þarna uppfrá.

 


Vatnasvæði Lýsu - Dagur 11

Brunuðum eftir vinnu norður á Snæfellsnesið, kom í ljós að Danni hafði gleymt veiðihnífnum sínum

cimg0729.jpg

þar sem við tókum bleikjurnar á mánudaginn. Þetta var tilvalin afsökun til að heimsækja hylinn aftur. En þvílík vonbrigði, engar bleikjur, horfnar eins og dögg fyrir sólu. En við fundum hnífinn :)

Fórum því í árnar sem liggja milli vatnana og lékum okkur að minni fiskum, fékk reyndar einn ágætan sem slapp þegar hann náði að festa tauminn í bakkanum en ég hefði hvort eð er leyft honum að fara.

Það var alveg brjálað rok þegar líða tók á kvöldið, ekki séns að veiða lengur en til 9, svekkjandi að keyra 200km og svo er brjálað rok.

 

 

 Bilbó horfir á eiganda sinn vökulum augum.

En allavega, veiða-sleppaði um 15-20 puttum, eins og sést á þessu myndbandi hér!


Vatnasvæði Lýsu og Hraunsfjörður - Dagur 9 og 10.

Fórum félagarnir Danni og Raggi á Snæfellsnesið á sunnudag. Tókum tjaldið og góða skapið ásamt nýjum veiðifélaga, labradornum Bósa.

Við tókum stefnuna á Hraunsfjörð með þá von í brjósti að bleikjan væri í tökustuði og það var hún svo sannarlega á mýið, en ekki flugurnar okkar. Það var gríðarlega mikil fluga í firðinum og tökur alls staðar en mjög erfitt að setja í fisk. Prófuðum allt frá nobblerum yfir í pínulitlar svartar þurrflugur. 

Danni náði tveimur á Mobuto en svo ekki söguna meir. Ég reyndar veiddi eina flundru sem tók peacock og svo náði ég einni ágætri bleikju sem sleit!

cimg0720.jpg

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Danni og Bósi í Hraunsfirðinum.

Síðan var tjaldað og það var auðvitað vesen á Ragga, hann gleymdi svefnpokanum sínum og endaði á að sofa í bílnum :)

Morguninn eftir var sama sagan, bleikjan var þarna en tók ekkert. Þá ákváðum við að keyra vestur fyrir nesið, yfir Fróðarheiði og kíkja á vatnasvæði Lýsu.

Í stuttu máli fann Danni bleikjur í Reyðarvatni og við náðum ca 6 mjög vænum á um 2-3 tímum. Ég náði 4 en Raggi var alveg ótrúlega óheppinn, þær bara vildu ekki taka hjá honum.

Eftir það var lagt af stað heim og við komnir í bæinn um 19.30. Frábærlega skemmtilegur túr.

Smá youtube myndband hérna, passið ykkur að lækka í hátölurunum.

cimg0728.jpg

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Bleikjurnar sjást ekki vel á myndinni en þetta voru mjög flottar bleikjur, örugglega um 2,5 pund meðalþyngdin.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband