Veiðifatnaður - hausverkur veiðimannsins
22.7.2010 | 13:45
Jæja, vöðlurnar gáfu sig endanlega fyrir nokkrum dögum og skórnir voru svo sem löngu ónýtir. Nú þarf ég að fjárfesta hluta af mínum dýrmæta "veiðibudget" í rándýrum veiðifatnaði sem dugar vart lengur en árið. Patagonía vöðlurnar mínar dugðu reyndar 2 ár en hafa lekið í allt sumar. Þetta gengur auðvitað ekki því sem dæmi var að alveg að frjósa í Tungufljóti þegar vaktinni lauk og nú er ég með kvef.
Og hvað skal velja? Ég þarf skó, öndurnarvöðlur og jakka. Þetta þarf að halda mér þurrum og skórnir þurfa að vera léttir en samt með góðu gripi og helst þannig gerðir að auðvelt sé að fara í og úr. Best væri einnig að jakkinn hafi marga vasa þannig að ég geti sleppt vestinu þegar þannig viðrar. Ég vil líka hafa festingu fyrir háf á bakinu og klippur að framan.
Það eru 19 dagar eftir í veiði og því þarf þetta dót að vera endingargott og þægilegt. Það er ekki gaman að vera í of þröngum veiðifatnaði og þetta má ekki vera stíft. Það er samkvæmt mínum útreikningum hægt að kaupa vöðlur og skó frá um 28-30 þúsund og jakkinn er svo auka 15 þúsund að lágmarki. Því má gera ráð fyrir a.m.k. 45 þúsund bara til að vera þurr.
Nú er að fara leiðangur og kanna kaup og kjör hinna ýmsu veiðibúða.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Frostastaðavatn - Dagur 31
20.7.2010 | 13:29
Fór með strákana í Frostastaðavatn, þ.e. þetta er eitt af vötnunum sunnan Tungnár, rétt sunnan við Veiðivötn.
Það var nóg af fiski, reyndar alveg bullandi tökur út um allt en frekar smá bleikja. Það er töluvert minna í vatninu en ég hef séð áður, munar alveg hálfum metra eða meira og það er líklega ástæðan fyrir því að stærri bleikjan er ekki að láta sjá sig nærri landi.
En litlar bleikjur gleðja unga veiðimenn og við skemmtum okkur vel þarna uppfrá, veðrið var ekki nógu gott um miðjan daginn en datt í algera bongó blíðu þegar líða tók á.
Þetta er alveg stórskemmtilegt svæði og ég fer allt of sjaldan að veiða þarna.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugarvatn - Dagur 30
20.7.2010 | 11:45
Fór með krakkaskarann á bát á Laugarvatni og það var svaka fjör, 3 stangir úti allan tíma og ekki högg :)
Það voru ýmsar flugur prófaðar og ég réri allt vatnið þvert og endilangt. Við sáum reyndar fullt af tökum en erfitt að eiga við þetta með 3 og 5 ára veiðifélaga sem höfðu eftir 10mín meiri áhuga á að detta úr bátnum en að veiða.
En svona er þetta, sumir dagar eru barasta fínir til að fá sér ís, aðrir í eitthvað annað.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)