Veiðifatnaður - hausverkur veiðimannsins

Jæja, vöðlurnar gáfu sig endanlega fyrir nokkrum dögum og skórnir voru svo sem löngu ónýtir. Nú þarf ég að fjárfesta hluta af mínum dýrmæta "veiðibudget" í rándýrum veiðifatnaði sem dugar vart lengur en árið. Patagonía vöðlurnar mínar dugðu reyndar 2 ár en hafa lekið í allt sumar. Þetta gengur auðvitað ekki því sem dæmi var að alveg að frjósa í Tungufljóti þegar vaktinni lauk og nú er ég með kvef.

Og hvað skal velja? Ég þarf skó, öndurnarvöðlur og jakka. Þetta þarf að halda mér þurrum og skórnir þurfa að vera léttir en samt með góðu gripi og helst þannig gerðir að auðvelt sé að fara í og úr. Best væri einnig að jakkinn hafi marga vasa þannig að ég geti sleppt vestinu þegar þannig viðrar. Ég vil líka hafa festingu fyrir háf á bakinu og klippur að framan.

Það eru 19 dagar eftir í veiði og því þarf þetta dót að vera endingargott og þægilegt. Það er ekki gaman að vera í of þröngum veiðifatnaði og þetta má ekki vera stíft. Það er samkvæmt mínum útreikningum hægt að kaupa vöðlur og skó frá um 28-30 þúsund og jakkinn er svo auka 15 þúsund að lágmarki. Því má gera ráð fyrir a.m.k. 45 þúsund bara til að vera þurr.

Nú er að fara leiðangur og kanna kaup og kjör hinna ýmsu veiðibúða.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband