Múlatorfa - Laxá í Aðaldal - dagar 4 og 5
13.6.2012 | 00:01
Þetta svæði er gersemi, alger gullnáma fyrir þá sem hafa gaman af þurrfluguveiði og urriða. Svæðið er stórt, of stórt til að komast yfir á 1-2 dögum. Þetta svæði er eitt af þeim svæðum sem ég mun leita reglulega til á komandi árum, það er engin spurning. Það hefur allt að bera sem eitt besta urriðasvæði heims þarf að hafa. Svæðið er í sölu hjá Stangó: http://svfr.is/veidisvaedi/silungsveidi/laxaiadalaxaimul/ og myndi ég ráðleggja nýliðum á svæðinu að tala við reynda heimamenn eins og Bjarna Höskulds, það hjálpaði okkur félögunum mikið.
Þarna fékk Sage fjarkinn minn loksins að njóta sín almennilega við réttar aðstæður, nú er bara að að byrja að skipuleggja næstu heimsókn norður
Setti saman stutt vídeó frá degi 4 og 5 í Múlatorfunni. Náði nokkrum skemmtilegum tökum á Contour vélina sem sannaði sig glæsilega í þessari ferð, þvílík snilldar græja, að geta haft hana á derhúfunni er algerlega málið.
Fallegur Urriði úr Múlatorfunni, tekinn á norðurendanum á Hrísey.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 08:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Staðartorfa - Laxá í Aðaldal - dagur 3
12.6.2012 | 20:00
Staðartorfa er fyrir neðan virkjun, beint á móti Presthvammi sem ég veiddi á degi 2 og er í raun hluti af sama veiðisvæði, það er straumskilunum við miðju svæðisins. Staðartorfan er klárlega þurrflugusvæði eins og Presthvammur og er auðveldlega vætt allstaðar. Það eru nokkrar holur sem við fundum sem geyma fisk og lenti ég í dálítlu ævintýri á kvöldvaktinni þegar 5 vænir urriðar tóku í röð, allt úr sömu holunni milli hólmans og grynninganna neðarlega í Presthvammi, sjá betur á yfirlitsmyndinni.
Styrkleiki svæðisins er kláralega eins og fram kemur hér fyrir ofan, þurrfluga. það er nóg af fiski á svæðinu og þegar þeir byrjuðu að taka var töluvert um að vera, ég sá þó engar yfirborðstökur þennan dag enda veðrið fráleitt gott. Allir fiskarnir tóku PT þyngdar púpur frá honum Ingó í Vesturröst, en sjá má hvaða flugur voru valdar í ferðina í myndbandinu frá Presthvammi.
Skemmtilegt svæði en ekki ýkja stórt, verður gaman að heimsækja það aftur seinna sumar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Presthvammur - Laxá í Aðaldal - dagur 2
10.6.2012 | 19:02
Presthvammur er svæðið norðaustan megin fyrir neðan virkjun í Aðaldalnum. Eins og glöggir lesendur vita veiddi ég Laxárdalinn í fyrrasumar og er það svæði semsagt fyrir ofan virkjun. Helsta veiðin á svæðinu er urriði af stærðinni 1-1,5 pund. Stærsti fiskurinn mældist 48 sm. Ég er þess þó fullviss að þarna eru töluvert stærri fiskar.
Frábært svæði, engin spurning! Vorum heldur óheppnir með veður, morguninn byrjaði með hagléli og síðan rigningu og stífri ASA-átt. Veðrið hélst svipað allan daginn og lofthiti um 4 gráður. það var því ekki mikið um þurrfluguhlugmyndir þennan daginn, en það held ég sé einmitt styrkleiki þessa svæðis. Presthvammurinn og svæðið á móti, Staðartorfa eru alveg frábær þurrflugusvæði og hlakka ég til að prófa það þegar veðrið er örlíti skárra.
Hér er vídeófærslan og fyrir neðan smá yfirlitsmynd sem sýnir hvernig mér fannst best að nálgast svæðið, en þó má benda á að sökum veður var þetta heldur í styttri kantinum.
Svæðið er í sölu hjá Svfr og má sjá nánar um það hér:http://svfr.is/veidisvaedi/silungsveidi/laxaiadalaxaprest/
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)