Elliðavatn 1.maí - Dagur 4

Jæja, þá er maður byrjaður að þramma Elliðavatnið þetta sumarið. Fór á Engjarnar og þaðan út í vatnið og tók hring fyrir framan Elliðabæinn. Doldið rok og kalt, en allavega fraus ekki í stönginni þetta skiptið :) Veiddi frá ca 12 - 16.

Scimg0616.jpgá nokkra fallega fiska hjá manni sem var að fara, fékk eitt nart en náði engu. Það var slatti af fólki að veiða en ég sá engan setja í fisk meðan ég var þar. Það var engin eiginleg stemning yfir deginum, allavega ekki við Elliðavatn, kannski á Þingvöllum þó.

Aprílopnunin hefur breytt þessi ansi mikið, ég er eiginlega ekki alveg viss um hvort það var skynsamlegt .. svona ef stemningin er tekin með í reikninginn.

En það er alveg meiriháttar flott að geta skotist í veiði á jafn fallegan stað og Elliðavatnið er, sérstaklega þegar fer að hitna meira. Sumarkortið er selt á 9400 fyrir þá sem eru í SVFR, þetta er heldur í dýrara kantinum ef maður ber það saman við Veiðikortið sem er 6000 fyrir 30+ vötn. En svona er þetta og Orkuveitan hefur ekki gefið mér tækifæri til að rökræða þetta við þá :)

Svo fer ég í fyrramálið að veiða urriða í Elliðaá, og það hef ég ekki prófað áður. Veit reyndar ekki hvar ég fæ kort yfir veiðistaðina heldur, þarf að scouta Netið í kvöld. Byrja kl 7 í fyrramálið.


Efni á öðrum miðlum

Viðtal vegna fluguhnýtingakeppni Krabbameinsfélagsins 2010 - Silungaflugur

Greinar á öðrum netmiðlum:

Sunnan Tungnár: Til fiskjar á fjöllum
 
Fjarðarhornsá, perla fyrir vestan!
 
Ævintýri á Arnarvatnshæðum
 
Það Blanda allir...Blanda 2009
 
Ferð í Lýsu á Snæfellsnesi

Vorveiði í Blöndu 2008


Ferjukotssíkin - flott svæði - Dagur 3

Ég fór í Ferkjukotssíkin í gær með Danna. Ferkjukotssíkin renna í Hvítá í Borgarfirði og eru afskaplega skemmtilegt svæði fyrir fluguveiði. Núna er birtingurinn að byrja að mæta á svæðið og verður örugglega spennandi að kíkja þegar vatnsrennslið eykst með hlýnandi veðri...hvenær sem það gerist nú :)

Það var alveg rosalega kalt og mikill vindur ofan af hálendinu níst inní bein. Ég sá einn stökkva og Danni fékk eitt högg á orange nobbler. Ég beitti meira að segja Drottningunni en það var greinilegt að allt of lítið vatn er í síkjunum ennþá. 

Við sammæltumst um að kíkja aftur þegar hlýnar örlítið og bráðnunin er meiri. 

Ég horfði upp eftir heiðinni og velti því fyrir mér hvort höfðingjarnir á norðanverðri Arnarvatnsheiðinni hefðu komið vel undan vetri. Hlakka í lok júní, þá kíkjum við í Austuránna :)


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband