Þingvellir, Úlfljótsvatn og Sogið - Dagur 7

Fór með Ragga félaga á Þingvelli og var markmiðið að veiða eitthvað! :) En það gekk ekki eftir í stuttu máli. Veðrið var leiðinlegt, töluvert mikill vindur og sól. Eftir að hafa prófað nokkra staði í landi Þjóðgarðsins var ákveðið að halda niður að Úlfljótsvatni og athuga með aðstæður þar.

Þingvellir

Við hittum marga veiðimenn en allstaðar var sama sagan, ekki nart. Það þarf því líklega að bíða í viku til viðbótar áður en bleikjan fer að láta sjá sig þarna.

Við tókum hringinn niður í Þrastalund og Hveragerði á leiðinni til baka. Vel sást til gossins fyrir austan fjall og tilkomumikið að sjá gjóskuskýið sem stefndi suðvestur.

Á leiðinni til baka hittum við á hann Steingrím sem var að veiða við Syðri-Brú. Syðri-Brú er einn af uppáhalds veiðistöðunum mínum og þar fékk ég maríulaxinn minn sælla minninga. Ætlaði að vísa í grein sem ég skrifaði um það á vef SVFR en allar greinar eru horfnar eftir að síðan var uppfærð. Ég þarf því að finna þetta í gögnunum mínum og pósta hér seinna.

Syðri-BrúSteingrímur hafði tekið einn urriða og eina bleikju ásamt því að hafa misst eitt kvikyndi til viðbótar, fallegir fiskar.


Bleikjurnar stríðnar í Hraunsfirðinum - Dagur 6

Við félagarnir Raggi og Danni skutumst eftir hádegi á Snæfellsnesið, nánar tiltekið í Hraunsfjörðinn. Það var bölvað rok yfir daginn en bleikjurnar tóku þó öðru hvoru en afar grannt.

gg_hraunsfj_8_mai_2010.jpg

 Fyrir hverja bleikju sem ég landaði voru amk. 2-3 högg. Ég lenti í alveg fáránlegu atriði við grjótgarðinn. Ég var að veiða með tökuvara og ákvað að nota tækifærið og pissa þar sem ekkert hafði hreyfst í yfir klukkutíma. Ég set frá mér stöngina og er eitthvað að vesenast með vöðlurnar þegar ég sé að stöngin hreyfist. Ég lít niður og tökuvarinn er kominn á bólakaf, ég gríp stöngina en of seint. Ég bölva hressilega og strákarnir hlæja að þessu. Nema hvað, nú var mér orðið doldið mál og ákveð að gera aðra tilraun og stöngin er varla komin milli steinanna þegar tökuvarinn fer aftur á bólakaf. Í þetta skipti brást ég heldur fljótar við og náði að setja krókinn en eftir stutta baráttu losnar bleikjan. Þetta fannst félögunum voða fyndið.

Hér fyrir neðan má sjá heimamenn frá Grundarfirði ganga frá eftir veiðidaginn.

 gg_hraunsfj_8_mai_2010_2.jpgVið veiddum til að verða miðnættis og það var hellings líf í vatningu. Það datt í dúnalogn um 11 leytið og þá sáust tökur um allt, sérstaklega á tanganum á móti grjótgarðinum, þar ætla ég að prófa næst. Þetta er fínt svæði og örugglega gaman að tjalda í góðu sumarveðri.

Þá er dagur 6 að kveldi kominn og bara 44 dagar eftir.

 

 

cimg0645.jpg


Elliðaár - Vorveiði - Dagur 5

Jæja, dagur 5 í veiði er búinn. Við Bubbi fórum í Elliðaárnar, nánar tiltekið í Höfðahyl og Ármótin þar sem Bugða rennur í Elliðaárnar, rétt fyrir neðan göngubrúnna. Þar var fullt af urriða en þeir voru fælnir og vildu ekki bíta í pöddurnar sem við lögðum fyrir þá. Höfðahylur-hólmiÞað var búið að fara yfir allt svæðið með straumflugum þegar við mættum kl. 7.40 og því komum við ekki að svæðinu hvíldu eftir nóttina, ég var frekar svekktur með það, því áin er vatnslítil og veður mjög  gott og vindur lítill. Við byrjuðum á að fara niðureftir og hitta veiðivörðinn og spyrja frétta og fórum svo uppeftir. Ég hélt það væri hefðin þegar menn skipta með sér veiðisvæði. En svona er nú lífið og maður getur ekki alltaf átt von á bestu aðstæðum og þá er bara að njóta þess að vera til og það var auðvelt í morgun.

Mikið er frábært að hafa svæði eins og Elliðavatn og Elliðaárnar aðgengilegt fyrir veiðimenn hér á höfuðborgarsvæðinu. Það eru forréttindi að vera fluguveiðimaður á Íslandi.

Vídeóbloggið er hér!


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband