Ferjukotssíkin - flott svæði - Dagur 3

Ég fór í Ferkjukotssíkin í gær með Danna. Ferkjukotssíkin renna í Hvítá í Borgarfirði og eru afskaplega skemmtilegt svæði fyrir fluguveiði. Núna er birtingurinn að byrja að mæta á svæðið og verður örugglega spennandi að kíkja þegar vatnsrennslið eykst með hlýnandi veðri...hvenær sem það gerist nú :)

Það var alveg rosalega kalt og mikill vindur ofan af hálendinu níst inní bein. Ég sá einn stökkva og Danni fékk eitt högg á orange nobbler. Ég beitti meira að segja Drottningunni en það var greinilegt að allt of lítið vatn er í síkjunum ennþá. 

Við sammæltumst um að kíkja aftur þegar hlýnar örlítið og bráðnunin er meiri. 

Ég horfði upp eftir heiðinni og velti því fyrir mér hvort höfðingjarnir á norðanverðri Arnarvatnsheiðinni hefðu komið vel undan vetri. Hlakka í lok júní, þá kíkjum við í Austuránna :)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mjög skemmtilegt framtak hjá þér og nýtist örugglega mörgum sem vilja skella sér í veiði.

Rannveig Haraldsdóttir (IP-tala skráð) 23.4.2010 kl. 20:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband