Laxá í Kjós - Bugða og Kothylur - Dagur 2

Ja hérna, mér varð ekki um sel þegar mér baðst boð um að kíkja við í Kjósinni á síðustu helgi. Nýbúinn að lesa stutta grein um alla birtingana þarna og minnugur síðasta sumars, en þá voru birtingarnir að ganga um mánaðarmótin júní/júlí og ég að sjálfsögðu að reyna við fyrsta lax sumarsins.

Ég setti í birting í Kvíslarfossi í þeirri ferð, hann var ansi öflugur og sleit eins og 8kg taumurinn væri tvinni. Ég var auðvitað alveg svakalega svekktur, en setti svo í fyrsta lax sumarsins stuttu seinna á sama stað og þá var deginum bjargað.Birtingur

Nema hvað, síðasta mánudag þá keyrði ég þessa löngu leið, eða samtals 47 km inn í Kjósina og kíkti spenntur á þá félagana Júlíus og Andra veiðisnillinga með meiru þar sem þeir voru að reyna fyrir sér í Bugðunni. Ekkert bólaði þó á lífi þar og færðum við okkur því á frísvæðið í Kjósinni. 

Í Kothyl urðu þeir varir en ekkert tók og um 3 leytið fóru þeir félagar. Ég tók til við að prófa og ákvað eftir að hafa fengið einungis 2 högg á klukkustund að fara að prófa alvöru flugur og setti undir eina sem ég kalla drottninguna. Strax í öðru kasti fékk ég fínt högg og í þriðja kasti var fallegur birtingur á. Þannig gekk þetta þar til einn höfðingi ákvað að taka fluguna með sér, sá var heldur stærri en 5-6 pundin. Ég setti því undir Black Ghost með strútsfjöðrum og sú fluga tók einn birting og niðurgöngulax.

Þetta var því feikna skemmtilegur túr og nóg af fiski, þá enginn hafi fengið heiðurinn af að koma með mér heim :)

Myndir hér:  http://www.facebook.com/album.php?aid=58419&id=1132895289&l=263bbefb20


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband