Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2010

Ferjukotssíkin - flott svæði - Dagur 3

Ég fór í Ferkjukotssíkin í gær með Danna. Ferkjukotssíkin renna í Hvítá í Borgarfirði og eru afskaplega skemmtilegt svæði fyrir fluguveiði. Núna er birtingurinn að byrja að mæta á svæðið og verður örugglega spennandi að kíkja þegar vatnsrennslið eykst með hlýnandi veðri...hvenær sem það gerist nú :)

Það var alveg rosalega kalt og mikill vindur ofan af hálendinu níst inní bein. Ég sá einn stökkva og Danni fékk eitt högg á orange nobbler. Ég beitti meira að segja Drottningunni en það var greinilegt að allt of lítið vatn er í síkjunum ennþá. 

Við sammæltumst um að kíkja aftur þegar hlýnar örlítið og bráðnunin er meiri. 

Ég horfði upp eftir heiðinni og velti því fyrir mér hvort höfðingjarnir á norðanverðri Arnarvatnsheiðinni hefðu komið vel undan vetri. Hlakka í lok júní, þá kíkjum við í Austuránna :)


Laxá í Kjós - Bugða og Kothylur - Dagur 2

Ja hérna, mér varð ekki um sel þegar mér baðst boð um að kíkja við í Kjósinni á síðustu helgi. Nýbúinn að lesa stutta grein um alla birtingana þarna og minnugur síðasta sumars, en þá voru birtingarnir að ganga um mánaðarmótin júní/júlí og ég að sjálfsögðu að reyna við fyrsta lax sumarsins.

Ég setti í birting í Kvíslarfossi í þeirri ferð, hann var ansi öflugur og sleit eins og 8kg taumurinn væri tvinni. Ég var auðvitað alveg svakalega svekktur, en setti svo í fyrsta lax sumarsins stuttu seinna á sama stað og þá var deginum bjargað.Birtingur

Nema hvað, síðasta mánudag þá keyrði ég þessa löngu leið, eða samtals 47 km inn í Kjósina og kíkti spenntur á þá félagana Júlíus og Andra veiðisnillinga með meiru þar sem þeir voru að reyna fyrir sér í Bugðunni. Ekkert bólaði þó á lífi þar og færðum við okkur því á frísvæðið í Kjósinni. 

Í Kothyl urðu þeir varir en ekkert tók og um 3 leytið fóru þeir félagar. Ég tók til við að prófa og ákvað eftir að hafa fengið einungis 2 högg á klukkustund að fara að prófa alvöru flugur og setti undir eina sem ég kalla drottninguna. Strax í öðru kasti fékk ég fínt högg og í þriðja kasti var fallegur birtingur á. Þannig gekk þetta þar til einn höfðingi ákvað að taka fluguna með sér, sá var heldur stærri en 5-6 pundin. Ég setti því undir Black Ghost með strútsfjöðrum og sú fluga tók einn birting og niðurgöngulax.

Þetta var því feikna skemmtilegur túr og nóg af fiski, þá enginn hafi fengið heiðurinn af að koma með mér heim :)

Myndir hér:  http://www.facebook.com/album.php?aid=58419&id=1132895289&l=263bbefb20


Fyrsta veiðiferð ársins - Galtalækur

Fórum félagarnar í Galtalæk og ætluðum okkur stóra hluti í fyrstu veiðiferð sumarsins. Veður var kalt og nokkur vindur. Við skoðuðum svæðið, enda í fyrsta skipti sem við reynum fyrir okkur í ánni. Í stuttu máli má segja að við fundum helling af urriða, stærðarinnar boltar meira að segja, en þeir tóku ekkert agn sem við buðum. Líklega er það allt Ragga að kenna, enda var hann óárennilegur þennan daginn :)

Það má samt með sanni segja að þetta svæði er afskaplega fallegt og áin og hylirnir mjög svo veiðilegir. Jafnvel þó við höfum farið heim með öngulinn í rassinum þá var ferðin sannarlega þess virði og ekki var verra að fá kaffi hjá húsfreyjunni á bænum Galtalæk, en þau reka þar myndarlega þjónustu við ferðamenn.

Myndasyrpa úr ferðinni er hér! http://www.facebook.com/album.php?aid=58214&id=1132895289&l=5818d4ce47

photo


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband