EasyStar II með upptökuvél og þráðlausum vídeósendi

Jæja jæja, það verður gamana að kippa þessari elsku með í veiðina í framtíðinni. Ég hef verið að þróa og smíða fjölhreyflavélar en þær eru bundnar við stuttan flugtíma og svo hefur verið skortur á góðum vídeósendum og sjálfstýringabúnaði sem ég er sáttur við. Það mál er því í smá bið þar til ég fæ nýja varahluti og get forritað að mínum smekk.

En þessi elska gæti verið svarið við yfirlitsmyndum og skemmtilegu sjónarhorni á veiðisvæðin sem ómögulegt er að ná með hefðbundinni tækni. Hún er að vísu dálítið viðkvæm fyrir vindi en það má laga með því að setja í hana sjáflstýringabúnað sem "leiðréttir" flugið og hjálpar til við stöðugleika. Einnig er í henni smá víbringur sem ég þarf að komast fyrir eða setja myndavélina á púða. En þetta eru smáatriði, flugþolið er gott og auðvelt að fljúga henni með vídeógleraugunum, nú er bara að þora að fara í einhverja hæð :)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband