Laxá í Aðaldal

Laxá í Aðaldal 5-6. júní 2013

Það var óumdeilanlega slatti af vatni í ánni þetta vorið, svo mikið er víst en lengi er von eins og sagt var einhvern tíma. Ég þurfti austur á Egilstaði sækja bát í byrjun júní sem ég hafði nýlega fest kaup á til að nota í sjóstangveiði (algerlega stórskemmtilegt sport) og því tilvalið að kippa Halla bróðir með og skjótast í Aðaldalinn á leið heim. Við gistum á Lynghóli sem er MJÖG skemmtilegt veiðihús með öllu til alls fyrir samhenta hópa.

Skemmst er frá því að segja að aðstæður voru gjörólíkar því sem ég hafði kynnst árið áður, fiskur ekki farinn að vaka, mjög dreifður og gríðarlegt vatn enda allt bókstaflega á floti í dalnum. Við byrjuðum í Staðartorfu og urðum helst varir í víkinni við bílastæðið, sjá mynd. Þar voru nokkrar tökur og einn og einn læddist á land. Fiskurinn tók samt mjög grannt og helst hvítar túpur á borð við Black ghost varianta.

Næsta vakt var svo í Múlatorfu og væntingarnar voru helst til miklar því við urðum ekki varir við nema einn og einn fisk í kvíslunum milli hólmana, en á grynningunum úti í ánni tók hann hvítar túpur, sjá kort. Það var sama sagan og í Staðartorfu að það var bara ein taka á hverjum stað og því finnst mér líklegast að fiskurinn hafi verið mjög dreifður.

Það gerðist skemmtilegur hlutur varðandi veiðihúsið, einhver misskilningur varð á milli mín og skifstofu SVFR þannig að ég taldi mig eiga að vera tvær nætur á Lynghóli og færa mig svo upp í Laxárdal eina nótt, en því var víst öfugt farið. Þannig að þegar við bræður mættum í veiðihúsið seinna kvöldið þá var þar níu mann hópur. Þeir sögðu um leið og ég steig út úr bílnum: "já ert það þú!". Ég varð pínu hissa en þá vildi svo til að þeir lásu bloggið mitt í fyrra um sama svæði, sjá hér, og bókuðu í framhaldinu hjá SVFR. Ég get því að einhverju leiti kennt sjálfum mér um að vera úthýst úr veiðihúsinu en Rauðhólar í Laxárdal eru yndislegur staður þannig að það kom ekki að sök :)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband