Laxá í Dölum - Dagar 17 og 18

Vá hvað þetta er skemmtileg á! Laxá í Dölum minnir mig að ákveðnu leyti á Langá og svo skaðar ekki náttúran í kring. Það er verst að ég var þarna líklega í einhverri lélegustu veiði í manna minnum og allt á móti mér. Sól, vatnsleysi, lélegar göngur.... það vantaði bara nokkra seli í ósinn Crying

Brúin yfir Laxá í DölumÞað var allt fullt af fiski í ánni en þeir voru ekki að taka hjá mér. Ég prófaði allt milli himins og jarðar sem löglegt er að festa við fluguveiðistöng en þessir hálfvitar hunsuðu allar mínar tilraunir. Ég hef í mörg ár horft til Laxár í Dölum enda á ég ansi oft leið um Búðardal og Laxárdalsheiði og því sorglegt að staðan skyldi vera svona loksins þegar mér gefst tækifæri til að veiða ána. 

En ég er viss um að það gefst annað tækifæri og þá verða bullandi göngur, skýjað og létt hafgola! Það er ekki nokkur spurning.Setti saman smá myndband að venju, takið eftir gárunum sem fara upp á móti í logninu á veiðistað 24, þarna voru nokkrir flottir að synda fram og til baka og svo í Þegjanda, þar synti hann næstum á lappirnar á mér.

Laxá í Dölum olli mér ekki vonbrigðum þó ég væri þarna á erfiðum tíma, hlakka til að heimsækja hana aftur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband