Dagur 2 - Laxá í Mývatnssveit

Jæja jæja, nú er fjörið byrjað. Skrapp í feðgaorlof með Bubba í Mývatnssveitina á þriðjudaginn (31.maí) og fékk að taka í stöng hjá stórveiðimeistara Danna sem var að gera góða hluti ásamt Matta snillingi. Það liðu um það bil 15 mínútur þar til fyrsti fiskurinn hljóp á snærið (2,5 pund)og hann tók svartan nobbler, við Steinbogaey á Hellusvæðinu. Stuttu síðar, eða nákvæmlega í næsta kasti kom svo litli bróðir hans, ca pundari. Ekki slæm byrjun það enda svæðið frábært og nóg af fiski þó það hafi verið heldur kalt. Það dugði ekkert minna en rússaúlpan og 66 norður loðhúfan.

Smá myndband úr Steinbogaey.

Við feðgarnir gistum í Veiðiheimilinu Hofi sem er ágætis staður. Húsið eða húsin eru í eldri kantinum en þarna er allt til alls og matur og stemning með ágætum. Heitur pottur er við húsin. Gott er að benda á að hefð er að taka með sér eigin drykkjarveigar en einnig er hægt að kaupa léttvín og bjór hjá Erlu.

Eins og sjá má er þessi ekki stór, en félagarnir fengu marga góða fiska á svæðinu, sá stærsti um 8 pund að ég held og kom hann úr skurðinum.

Skemmtileg kvöldstund og fyrstu fiskar sumarsins komnir í bókina :) Við lögðum svo að stað eftir góða hvíld niður í Laxárdalinn en meira um það í næstu færslu.

Urriði úr Steinbogaey


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband