Tungufljót - Laxasvæði - Dagur 29

Jæja hérna, dagurinn í gær var alveg frábær, ég tók kvöldvakt í Tungufljóti og ákvað að sjá hvort ég gæti veitt á gárutúpu á þessu svæði, en ráðlagt er að nota tvíhendu og sökkenda :)

Ég hefði kannski betur hlustað en ég hef ekki skemmt mér jafn vel með gárútúpu áður, þó ég næði ekki neinum á land þá missti ég einn og reist ég veit ekki hvað marga laxa. Enda er þetta svæði fullt af fiski.

Ég hitti stráka sem voru komnir með 14 laxa og voru alls ekki hættir. Veðrið var misjafnt, gekk á með grenjandi rigningu og sól og blíðu, íslenskt veður .)

Ég vona innilega að ég komist aftur í Tungufljótið sem fyrst, þetta er frábært svæði.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Snilld!

Ég hef virkilega gaman af myndböndunum hjá þér og þessari síðu í heild sinni.

Guðmundur Hjalmar (IP-tala skráð) 19.7.2010 kl. 13:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband