Þingvellir, Úlfljótsvatn og Sogið - Dagur 7

Fór með Ragga félaga á Þingvelli og var markmiðið að veiða eitthvað! :) En það gekk ekki eftir í stuttu máli. Veðrið var leiðinlegt, töluvert mikill vindur og sól. Eftir að hafa prófað nokkra staði í landi Þjóðgarðsins var ákveðið að halda niður að Úlfljótsvatni og athuga með aðstæður þar.

Þingvellir

Við hittum marga veiðimenn en allstaðar var sama sagan, ekki nart. Það þarf því líklega að bíða í viku til viðbótar áður en bleikjan fer að láta sjá sig þarna.

Við tókum hringinn niður í Þrastalund og Hveragerði á leiðinni til baka. Vel sást til gossins fyrir austan fjall og tilkomumikið að sjá gjóskuskýið sem stefndi suðvestur.

Á leiðinni til baka hittum við á hann Steingrím sem var að veiða við Syðri-Brú. Syðri-Brú er einn af uppáhalds veiðistöðunum mínum og þar fékk ég maríulaxinn minn sælla minninga. Ætlaði að vísa í grein sem ég skrifaði um það á vef SVFR en allar greinar eru horfnar eftir að síðan var uppfærð. Ég þarf því að finna þetta í gögnunum mínum og pósta hér seinna.

Syðri-BrúSteingrímur hafði tekið einn urriða og eina bleikju ásamt því að hafa misst eitt kvikyndi til viðbótar, fallegir fiskar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband