Færsluflokkur: Bloggar

Ekki beint fluguveiðivænt í Syðridalsvatni í dag

Skrapp í leit að vökum í Syðridalsvatni og fann eina. Við sáum nokkra bleikjur en þær skutust frá þegar við komum nær. Boraði nokkur göt og prófaði dorgið en það gerðist ekkert. Tók myndir frá sama sjónarhorni, dálítið skemmtilegt að sjá hversu fallegt er fyrir neðan ísinn.

vlcsnap-2014-04-07-09h35m27s146_1232615.png

vlcsnap-2014-04-07-09h37m42s193.png

vlcsnap-2014-04-06-19h12m42s107.png


Ísdorg í Syðridalsvatni

Góður dagur, fínt veður og allt glimrandi, fékk högg og sá fiska.  Er alveg við það að ná tökum á þessu ísdorgi, stórsigur rétt handan við hornið :)

 


Veiðisumarið 2013

Stutt yfirlit yfir veiðisumarið 2013.

Með kærri þökk fyrir samstarfið:

SVFR

Lax-á

Veiða.is

Veiðiflugur

Veiðikortið

Tónlist: "Ísland", e. Gústaf Gústafsson eldri.


Peacock Grubber #12

Fyrsta flugan sem ég hnýti á þessu ári er jafnframt sú sem ég nota einna mest. Peacock Grubber útgáfa með kúluhaus #12. Hnýtt á Kamazan B110 öngla. Orange Glo-brite fluor tvinni og tvær peacock fjarðrir snúnar. Einföld fluga en alveg svakalega veiðin, sérstaklega fyrir silung.


Fluguveiðiráð

FluguveiðiráðBókin Fluguveiðiráð eftir Stefán Jón Hafstein er glimrandi innsýn í fluguveiði. Hún virkar á mig sem heildrænn inngangur í þetta skemmtilega áhugamál. Í verkinu er farið yfir veiðitaktík við helstu aðstæður- og fersksvatnsfiska á Íslandi, ásamt ráðleggingum um fluguval, taumalengd og ýmislegt fleira. Lesturinn er léttur og þægilegur og fyrirsagnir skemmtilegar og vekja forvitni.

Ljósmyndirnar eftir Lárus Karl Ingason eru stór hluti af bókinni og ljóst að hann kann sitt fag, en ég saknaði myndatexta eða myndayfirlits t.d. með heiti veiðisvæða. 

Ég myndi hiklaust mæla með þessari bók, sérstaklega fyrir þá sem eru að byrja í þessu sporti. Bókin væri skynsamlegur hluti af fyrsta fluguveiðisettinu. Heima hjá mér er einnig mikið af börnum og unglingum og hafa allir aldurshópar sýnt verkinu áhuga þannig að það er ljóst í mínum huga að hún virkar á breiðan hóp.

Hér má nálgast bókina á vef Eymundsson!

Hér má sjá Youtube kynningu á bókinni:


Stangveiðar á Íslandi og Íslensk Vatnabók - 5/5 stjörnur

Stangveiðar á Íslandi og Íslensk VatnabókBókmenntaverkið Stangveiðar á Íslandi og Íslensk Vatnabók eftir Sölva Björn Sigurðsson er vel unnið og afskaplega skemmtilegt. Ég hreinlega verð að viðurkenna það. Án þess að vilja taka of sterkt til orða held ég jafnvel að þetta sé bara hreinlega alger snilld.

Bækurnar tvær koma saman í pakka og fjalla í raun um allt er tengist fiskiveiði í ferskvatni á Íslandi, fyrr og síðar. Gaman er að lesa um þróun veiðiaðferða, veiðimennina og veiðistaðina og rithöfundurinn fer skemmtilega með efnið. Það er auðvelt að lesa skrif Sölva og hugleiðingar hans tvinnast saman við efnisvalið. 

Margir leggja verkinu lið og er það ekki síst áhugavert að lesa hugleiðingar veiðimanna, það víkkar verkið töluvert og mun sjálfsagt virka sem skemmtileg heimild þegar fram líður.

Mikið svakalega erum við íslenskir veiðimenn heppnir að hafa svona viljuga penna með náðargáfu.

Hlekkur á vef Forlagsins

5 stjörnur af 5 mögulegum.


Laxá í Dölum 2013

Laxá í Dölum kom mér skemmtilega á óvart. Var þar 18.-19. ágúst í góðu yfirlæti og skemmtilegum félagsskap. Frábærar vaktir í ágætu veðri. 3 laxar og 3 misstir, mikið líf og allt á Sun Ray Shahow gárutúpu.

Svartfoss, Hornsteinn, Þegjandi og Efri kista full af fiski auki Dönufljóts sem hreinlega var pökkuð. Veiðihúsið er mjög gott og Valli Chef kann sig fag. 

Hitti formann veiðifélags Laxdæla, Jón Egilsson og settumst við niður í stutt spjall. Náði einnig skemmtilegum myndum af tilraun til töku, töku og svo löndun á laxi í Svartfossi.

Hlakka til að heimsækja þennan fallega dal aftur síðar.

Veiðihúsið

Yfirlitsmynd


Laugardalsá í Ísafjarðardjúpi 2013

 Laugardalsá í Ísafjarðardjúpi er um 330 km frá Reykjavík, rétt sunnan við bæinn Ögur. Helstu veiðisvæði eru neðan við Laugardalsvatn og ná niður að Grímhólshyl. Einnig eru fleiri veiðisvæði neðar í ánni og alveg niður í ós og eru þau að gefa ágætlega þegar fiskur er í göngu.

  Ég hélt mig við veiðisvæðin frá Grímhólshyl #8 og upp í Affallið sem er #18. Blámýrarfljótið er #12 og telst væntanlega helsti veiðistaðurinn enda skemmtilegur staður og nægt pláss fyrir laxinn að koma sér fyrir í rennunum þar. Fiskurinn getur legið alveg hægra megin en einnig beint út af grjótinu fyrir miðjum hyl og vinstra megin. Ég tók fisk örstutt frá landi á Sun Ray Shadow fyrir miðjum hyljum.

Tökustaðurinn í Affallinu #18 Affallið er einnig dálítið sérstakur veiðistaður en þar er best að veiða snemma eða seint á vakt. Laxinn kemur niður í Affallið úr vatninu á kvöldin þegar áin kólnar og er yfir nóttina en fer svo í vatnið yfir daginn. Hann liggur í torfrum veiðihúsmegin rétt við bakkan nokkra metra fyrir neðan skiltið sem merkir veiðistaðinn.Ég myndi giska á svona 20 til 30 metra og er grjót rétt ofan við legustaðinn sem erfitt er að klifra yfir.

Laugardalsá

 

Helstu veiðistaðirnir hjá mér


Stóra vatn í Vatnsdal á Súganda 2013

Stóra vatn í Vatnsdal á Súganda. Vatnið er fyrir ofan Vatnsdalsá/Staðará rétt utan við Suðureyri. Töluvert af smábleikju var í vatninu. Skemmtilegur 7 tíma göngutúr með nafna og fegurðin í landslaginu mikil þarna. Veður með eindæmum gott, blíða og sól.

 


Langadalsá í Ísafjarðardjúpi

Skrapp inn í Djúp og veiddi kvöld- og morgunvakt í Langadalsá. Veðurblíðan var mikil og heiðskýrt og sól eins og alltaf hér fyrir Vestan :)

Mikið var af fiski í ánni og sérstaklega í Efra-Bólsfljóti #4, Túnfljóti #9 og Kvíslarfljóti #12. Einnig sá ég fiska neðar til að mynda í Brúarstreng sem er rétt ofan við veiðihúsið. 

Alls komu 3 laxar á land, 2 á kvöldvaktinni í Kvíslarfljóti sem tóku litla Sun Ray Shadow og 1 í Efra-Bólsfljóti og tók sá Black Eyed Prawn en hún virkaði einmitt svo vel í Hvannadalsá fyrir tveimur árum.

Túnfljót #9


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband