Bloggfærslur mánaðarins, mars 2011

Griffith´s Gnat þurrfluga

Ein alveg frábær, einföld og rosaveiðin. Urriðinn veit ekki hvaðan á sig stendur veðrið og brjálast. Þessa fann ég í bókinni "The Flytying Bible", er alltaf með nokkrar #14-16 í boxinu.

 


Dagur 1 - Syðradalsvatn - Ísdorg

Dagur 1 er staðreynd - Ísdorg er hin besta skemmtun og vanmetið veiðisport. Dagurinn var alveg frábær og furðulegt að við íslendingar skulum ekki stunda þetta meira.

Ég notaðist við græjur frá www.mokveidi.is, ísbor, stöng og svo flugur, þannig að þetta flokkaðist undir fluguveiði :)

Sjón er sögu ríkari - meiriháttar gaman og þetta ætla ég svo sannarlega að stunda meira:


Pheasant Tail Midge #22 variant.

Gæti kallað þessa flugu “Hlíðarvatns-brúnnka”, en finnst það ekki flott nafn. Þetta er fluga sem ég byrjaði að hnýta sl. vor og ég prófaði fyrst í Hlíðarvatni í Selvogi um mitt sumar. Hún gekk feikivel og áberandi hvað bleikjan vildi þetta mynstur. Ég hef prófað að þyngja hana örlítið með því að vefja grönnum koparvír um hausinn í lokinn og lakka svo yfir, það virkar ágætlega. Hvort það var stærðin eða liturinn veit ég ekki, en mér er alveg sama, hún virkar mjög vel og ég hef núna alltaf 10 stk. í vopnabúrinu, sama hvert ég fer.

Hún á í raun ekki mikið skylt við Pheasant Tail original mynstrið en það var samt “inspirasjónin” þegar ég hnýtti hana. Málið var einfaldleikinn og sem minnst efni. Ég held reyndar að það megi heimfæra á margar af þeim flugum sem ég hef náð árangri með, því einfaldari því betra. Fiskurinn hefur einfaldan smekk eins og ég, vil ég trúa :)

Hér er hún, Pheasant Tail Midge #22.


Ísdrottningin - Sjóbirtingsfluga

Það var fyrir þremur árum að ég fyrst hnýtti Ísdrottninguna. Halli bróðir hafði þá verið að prufa sig áfram með Mylar silfurefni með það að markmiðið að herma eftir sílum. Þetta fannst mér fín hugmynd og fór strax að velta fyrir mér hvernig best væri að hnýta slíka flugu. Ég hafði hnýtt töluvert af Minnow týpum en notað í það hjartarhár og slíkt.

Ég prófaði þessa flugu fyrst í Tungufljóti í Skaftártungu að mig minnir http://www.svfr.is/Veidisvaedi/Silungsveidi/tungufljottungufljot/ og veiddi hún ágætlega þegar aðrar flugur voru ekki að virka fyrir mig. Ég notaði þá sökktaum en síðan hef ég einnig prófað að þyngja sjálfa fluguna með blývafningum. Það er gert áður en Mylar efnið er sett utan um og því afskaplega einfalt að bæta við. Slík fluga sekkur niður fljótt og vel í töluverðum straumi og getur verið ágætt að vera t.d. með 2-3 útgáfur, mismunandi að þyngd. Það getur verið erfitt að kasta þyngdri flugu, sérstaklega ef maður er líka með sökktaum og því betra að vera með öfluga stöng eða jafnvel tvíhendu.

Ég hef notað hana mikið í vor og haustveiði eftir það og alltaf gengið vel, hún átti sín “móment” í Kjósinni sl. vor einnig og tók bæði sjóbirting og lax, hún og Black Ghost SP.

Allt efni fyrir Ísdrottninguna er hægt að fá hjá www.mokveidi.is.

En hér er semsagt Ísdrottingin, öflug fluga sem einfalt er að hnýta:


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband