Bloggfærslur mánaðarins, september 2010

Reykjadalsá S.-Þing, dagar 44 og 45

Enn einni veiðiferðinni lokið :) Að þessu sinni var Danni skipuleggjandi auk Ragga og Rúnars. Fjórir veiðibræður á ferð um norðurlandið. Það vildi svo til að ég var að vinna á VestNorden á Akureyri og var Glala kvöldið á fimmtudegi og ég því nokkuð ræfilslegur þegar strákarnir sóttu mig á föstudaginn.

Síðan var brunað austur að Laugum og voru höfuðstöðvar leiðangursins á Bollastöðum í þessu glæsilega veiðihúsi, með heitum potti og öllum græjum.

Við byrjuðum nokkuð seint á laugardeginum og það var komin bleikja á eftir ca 15 mínútur auk tveggja sem sluppu. Ég náði einhverju af bleikju og urriða en laxinn lét ekki sjá sig í ferðinni. Áin var aðeins skoluð en ekki svo mikið samt sem áður. Fiskurinn var frekar slappur og barðist ekki mikið en Danni og Rúnar settur í par af urriðum í gilinum og voru þeir fiskar nánast svartir og slápalegir, hef ekki séð þannig fiska áður. En fiskarnir neðar í dalnum voru í betra ástandi en ekki var mikið til að dreifa. Við fórum svo um að verða tvö á sunnudeginum þar sem ég þurfti að ná flugi til Reykjavíkur kl. þrjú og svo aftur á Ísafjörð kl. 5.

Frekar róleg ferð, ekki mikil veiði, kannski 8-9 fiskar í það heila, en alltaf gaman samt. Setti saman stutt myndband úr ferðinni. Og þar fyrir neðan er smá myndband af félagsskapnum, sorrý strákar, það er kominn tími á smá spaug hérna :)

Gauragangur í sveitinni :)

 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband