Langadalsá í Ísafjarðardjúpi

Skrapp inn í Djúp og veiddi kvöld- og morgunvakt í Langadalsá. Veðurblíðan var mikil og heiðskýrt og sól eins og alltaf hér fyrir Vestan :)

Mikið var af fiski í ánni og sérstaklega í Efra-Bólsfljóti #4, Túnfljóti #9 og Kvíslarfljóti #12. Einnig sá ég fiska neðar til að mynda í Brúarstreng sem er rétt ofan við veiðihúsið. 

Alls komu 3 laxar á land, 2 á kvöldvaktinni í Kvíslarfljóti sem tóku litla Sun Ray Shadow og 1 í Efra-Bólsfljóti og tók sá Black Eyed Prawn en hún virkaði einmitt svo vel í Hvannadalsá fyrir tveimur árum.

Túnfljót #9


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband