Veiðiþjófar takið eftir!
15.9.2012 | 20:58
Veiðiþjófur sem dæmdur var 2007 fyrir að veiða urriða utan tímabils komst fyrir vikið á lista grunaðra hryðjuverkamanna í Norður-Karólínu í Bandaríkjunum. Þetta eru að margra mati heldur öfgafengin viðbrögð en sýnir að það er margt að varast ef maður getur ekki farið erftir reglunum. Hann fékk einnig 145$ sekt. Sjá: http://www.sfgate.com/news/article/North-Carolina-man-I-m-activist-not-terrorist-3839879.php#ixzz25kDqxJD4
Listinn er reyndar dálítið stór en alls eru um 400.000 nöfn á honum. Það má því segja að meira en einn af hverjum þúsund séu grunaðir hryðjuverkamenn. Það er því ljóst að fleiri en veiðiþjófar hafa komist á þann lista...
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.