Veiðisumarið er byrjað - markmiðið skýrt!

Jæja jæja,

nú er sumarið byrjað og um að gera að setja sér markmið að venju. 

  • 50 dagar í veiði
    • veiða í öllum landshlutum
    • veiða allar tegundur ferskvatnsfiska 

Svona er það nú og um að gera að byrja fjörið.

Í tilefni af því að veiðisumarið er byrjað og þetta er auðvitað rafræn veiðidagbók með vídeóbloggi, þá er hérna stutt kveðja sem ég tók upp í Aðaldalnum í gær.

Svo vil ég að sjálfsögðu hvetja alla til að nota gleraugu og der/húfu við fluguveiði, það er aldrei of varlega farið og leiðinlegt að skemma góðan dag með óþarfa meiðslum. Hafið einnig í huga að ef þið eruð með fjölskylduna með ykkur að passa að krakkarnir séu einnig varin.

Gleðilegt veiðisumar og "strekktar línur" :)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband