Sjóstöng í Ísafjarðardjúpi - Prófun á Contour Roam vélinni.
29.5.2012 | 17:15
Ákvað að taka forskot á sæluna og prófa nýja viðbót við græjurnar mínar. En það er forláta Contour vídeóupptökuvél sem festist á hina ýmsu hluti með aðstoð þar til gerðra festinga. Í prufuferðinni notaði ég derhúfufestingu og geri ráð fyrir að ná þeim mun meira af skemmtilegum tökum í sumar með þessari græju.
Contour Roam er nýjasta en jafnframt ódýrasta vélin í Contour fjölskyldunni, þar fyrir ofan er GPS og svo +. Contour + er draumavélin, með innbyggðu GPS og þráðlausri sendingu t.d. í snjallsíma via Bluetooth, en hún þarf að bíða betra fjárhags. Það eru nokkur atriði sem ég kann mjög vel að meta við Contour, hún er létt og nett, lagið á henni hentar vel til að festa á hlið og svo má snúa linsunni til hliða ef vélin er t.d. skökk eins og óhjákvæmilega gerist þegar hún er á derhúfu þar sem hausinn er ekki kantaður eða á hlið á bíl osfrv. :) Einnig má stilla víðlinsuna úr 125° í 170° og er gert via snjallsíma eða tölvu, fer eftir tengimöguleikum. Það eru 3 stillimöguleikar á gæðum, 720, 960 og 1080. Einnig er hægt að stilla á sjálfvirka töku mynda, frá 1 sek í 60 sek millibil. Þær myndir eru 5 mpixel.Það eru fjöldamargir aukahlutir til sem hægt er að kaupa en þeir kosta auðvitað og eru að mínu mati í dýrari kantinum en það sama má segja um aðra framleiðendur. Það er því best að velta vel fyrir sér hvernig maður vill helst nota áður en maður fær kaupæði. Ég tók 3 festingar og geri ráð fyrir að það dugi mér vel við flestar aðstæður og einnig fylgdu 2 aðrar festingar með í pakkanum.
Ég keypti vélina mína hjá Hátækni sem flytur þær inn en einnig má kaupa þær í Fríhöfninni fyrir þá sem eru á ferð, sjá http://www.hataekni.is/is/vorur/5000/5100/ en athugið að það þarf að fletta á bls. 3 til að sjá vélarnar sjálfar einhverra hluta vegna. Hérna er einnig heimasíða framleiðandans: http://contour.com/products/contour-roam Það má með sanni segja að ég er mjög sáttur við vélina, hefði reyndar vilja sjá minna vesen við að skipta um batterí, þarf að losa skrúfur en það er mjög auðvelt að skipta um minniskort og hún tekur allt að 32gb micro sd kortin. Meðfylgjandi hugbúnaður er dálítið einhæfur og ekki hægt að vinna með myndböndin svo ég sjái en ég nota hvort eð er Pinnacle Studio og hefði ekki breytt því. Ég hefði líka viljað sjá fleiri möguleika á að setja myndböndin á eigin netrásir aðrar en þær sem Contour er með, það gæti þó verið að það sé hægt en hef ekki fundið það. Handfrjáls búnaður gerist ekki einfaldari og betri, vélin hefti mig ekkert þegar ég var að veiða eða brölta um í þröngum bátnum með 5 aðra innaborðs, takkinn sem kveikir og slekkur er stór og auðvelt að nota, einnig er alveg brilliant laser stilling á vélinni sem virkar þannig að þegar þú ert búinn að koma græjunni fyrir þá ýtir þú á takka aftan á henni og þá sést leiser strik sem þú getur notað til að fínstilla miðað við sjónlínu þína. Alveg bráðsniðugt.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.